Færslur fyrir maí, 2013

Fimmtudagur 30.05 2013 - 15:01

The Great Gatsby myndin

Nú þegar nýja útgáfan af Gatsby bíómyndinni, eftir klassískri sögu F. Scott Fitzgerald, er í bíó er við hæfi að skoða aðra hlið á Gatsby-fyrirbærinu. En áður en ég geri það, ætla ég að mæla með bíómyndinni, sem Baz Luhrmann gerði. Þetta er skemmtileg og litrík innsýn í heim ofurríka fólksins í Bandaríkjunum á Jazz-tímanum, […]

Miðvikudagur 29.05 2013 - 10:26

Meðferð flóttafólks á Íslandi

Það hefur lengi undrað mig hvernig við Íslendingar meðhöndlum flóttafólk sem vill freista gæfunnar hér á landi, eftir að hafa búið við hörmungar og ofsóknir í heimalandi sínu. Hér er alltaf mikil fyrirstaða gegn veitingu landvistarleyfa fyrir slíkt fólk. Kerfið er vel á verði og sendir þá gjarnan til baka, eftir að hafa haldið þeim […]

Þriðjudagur 28.05 2013 - 09:52

Framsókn gerist velferðarflokkur

Framsóknarflokkkurinn setti heimilin í forgang í kosningabaráttunni, með höfuðáherslu á lækkun skulda. Framsókn lofaði líka umtalsverðri kjarabót til lífeyrisþega, með því að afnema skerðingar sem voru innleiddar 1. júlí 2009. Eygló Harðardóttir, nýskipaður félagsmálaráðherra, er afgerandi á fyrstu dögum sínum í embætti og segir að staðið verði við þessi loforð – jafnvel strax á sumarþinginu. […]

Sunnudagur 26.05 2013 - 09:33

Gengisfelling er árás á heimilin

Menn hafa mikið talað um að vinstri stjórnin hafi gert árás á undirstöðuatvinnuveginn, sjávarútveginn. Þá er átt við nýja veiðigjaldið og tilraunina til að endurbæta kvótakerfið. En hver gerði árás á hvern? Gengisfelling krónunnar, sem hófst í byrjun árs 2008 og stóð fram á árið 2009, var risaárás á kjör heimilanna í landinu. Hún lækkaði […]

Fimmtudagur 23.05 2013 - 21:36

Ósanngjarnasta stjórnarandstaða lýðveldisins?

Nú við stjórnarskiptin er við hæfi að líta til baka Fráfarandi stjórn tók við Íslandi á barmi þjóðargjaldþrots og upplausnar. Ástandið var eldfimt og hættulegt. Stjórnin tók við erfiðasta búi lýðveldissögunnar. Hún náði verulegum árangri við endurreisnarstarfið. Hefur hlotið mikið hrós fyrir – en nær einungis frá útlöndum. Málsmetandi erlendir aðilar og alþjóðastofnanir hafa ausið […]

Miðvikudagur 22.05 2013 - 21:32

Hvernig stjórn verður þetta?

Það var athyglisvert að heyra Bjarna Benediktsson segja í hofi Jónasar frá Hriflu, Héraðsskólanum á Laugarvatni, að þetta yrði “samvinnustjórn”. Sigmundur Davíð hafði áður útskýrt staðsetningu stofnfundar ríkisstjórnarinnar með því að undirstrika tengsl hennar við landsbyggðina og ungmennafélagshreyfinguna.   Andi Framsóknar Það var sem sagt andi Framsóknar sem sveif yfir vötnum, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur […]

Miðvikudagur 22.05 2013 - 10:05

Veiðigjaldið blífur – en breytist

Eitt stærsta framfarmál síðasta kjörtímabils var álagning hins nýja veiðileyfagjalds. Með því varð loksins tryggt að útvegsmenn greiddu sanngjarnt gjald fyrir afnot af auðlind þjóðarinnar. Áður voru hér einungis sýndargjöld fyrir veiðileyfin. Tekjurnar af gjaldinu renna til samgönguframkvæmda um land allt, til nýsköpunar í atvinnulífi og í önnur framfaramál. Veiðigjaldið fjármagnar jafnvel mikilvæga hækkun barnabóta. […]

Þriðjudagur 21.05 2013 - 08:48

Frjálshyggjan – óvinur velferðarríkisins

Velferðarríkið hefur verið kallað ein merkasta uppgötvun siðmenningarinnar. Það bætir kjör þeirra sem hölllum fæti standa, tryggir lífsafkomu almennings gegn tímabundnum áföllum og leggur byrðar kostnaðarins á breiðari bökin, þá sem meiri greiðslugetu hafa. Það er öflugasta tæki samtímans til að draga úr fátækt. Frjálshyggjumenn á Vesturlöndum sjá hins vegar enga kosti við velferðarríkið. Þeir […]

Mánudagur 20.05 2013 - 10:41

USA: Skuldir og skattar í tíð ólíkra forseta

Skuldavandi bandaríska ríkisins þykir vera mikið vandamál nú og horfurnar slæmar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á fjárlögum til a.m.k. 2020. Skuldirnar eru því eitt heitasta átakamálið í stjórnmálunum þar vestra. Skuldir eru líka mikið vandamál á Íslandi – fyrir ríkið, heimilin og fyrirtækin. Skoðum nánar skuldaþróunina í Bandaríkjunum og það sem að baki […]

Laugardagur 18.05 2013 - 22:52

Eurovision fyrirbærið

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva  er að mörgu leyti stórt fyrirbæri, þó hún skipi misháan sess í hugum fólks. Keppnin er stór hvað snertir fjölda þátttökuþjóða og umgjörðin öll er skrautleg í meira lagi. Í keppninni má auðvitað finna alla flóruna í sjóbísness, frá smekkleysu til ágætrar kvöldskemmtunar, auk þess sem lesa má sitthvað út úr fyrirbærinu. […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar abstraksjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar