Þriðjudagur 21.05.2013 - 08:48 - FB ummæli ()

Frjálshyggjan – óvinur velferðarríkisins

Velferðarríkið hefur verið kallað ein merkasta uppgötvun siðmenningarinnar.

Það bætir kjör þeirra sem hölllum fæti standa, tryggir lífsafkomu almennings gegn tímabundnum áföllum og leggur byrðar kostnaðarins á breiðari bökin, þá sem meiri greiðslugetu hafa. Það er öflugasta tæki samtímans til að draga úr fátækt.

Frjálshyggjumenn á Vesturlöndum sjá hins vegar enga kosti við velferðarríkið. Þeir vilja rífa það niður og láta markaðinn einan um að skammta fólki lífsviðurværi. Jafnvel þó fátækt myndi stóraukast.

Þeir eru almennt á móti ríkisvaldinu og vilja ekki greiða skatta til samneyslunnar, jafnvel þó skattar bæti samfélagið.

Milton Friedman sagði í bók upp úr 1980 að bandarísku samfélagi stafaði meiri ógn af velferðarríkinu en af kjarnorkuvæddum Sovétríkjunum!

Bandarískir frjálshyggjumenn og aðrir hægri öfgamenn hafa þá stefnu að svelta velferðarríkið með skattalækkunum. Þeim er alveg sama þó skattalækkanir leiði til halla á ríkisbúskapnum, því þeir telja að þá sé auðveldara að neyða þingið til að lækka útgjöld til velferðarmála.

Þeir kalla þessa kenningu sína “starving the beast”. Vilja svelta velferðarríkið til dauða með skattalækkunum. Velferðarríkið er “skrímsli” í hugum sumra þeirra.

Margrét Thatcher vildi ráðast að velferðarríkinu og skera útgjöld til þess stórlega niður árið 1982. Það mætti hins vegar mikilli andstöðu innan hennar eigin flokks, þar sem menn óttuðust fylgistap. Þá gaf hún sig og neitaði öllu. Áform hennar upplýstust hins vegar nýlega (sjá hér).

Frjálshyggjumenn nútímans hafa engu breytt. Þeir eru óvinir velferðarríkisins.

Þeir hafa almennt meiri áhyggjur af velferð fjárfesta og auðmanna en af velferð lífeyrisþega, sjúkra, barna og atvinnulausra.

Stundum þykjast þeir þó ekki vera andvígir velferðarríkinu, vegna þess að almenningur styður það.

Stefna frjálshyggjunnar er hins vegar ljós og skýr. Þeir vilja fríðindi og frelsi handa fjárfestum og atvinnurekendum og telja að það greiði fyrir hagvexti. Kalla það „atvinnufrelsi“. Hagvöxtur sé allt sem þarf til lífskjarabóta, jafnvel þó afrakstri hans sé misskipt og margir sitji eftir í fátækt.

Þannig er það einmitt í Bandaríkjunum, þar sem harðasta fátækt Vesturlanda þrífst í nábýli við mestu auðsæld samtímans.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar