Miðvikudagur 22.05.2013 - 10:05 - FB ummæli ()

Veiðigjaldið blífur – en breytist

Eitt stærsta framfarmál síðasta kjörtímabils var álagning hins nýja veiðileyfagjalds. Með því varð loksins tryggt að útvegsmenn greiddu sanngjarnt gjald fyrir afnot af auðlind þjóðarinnar. Áður voru hér einungis sýndargjöld fyrir veiðileyfin.

Tekjurnar af gjaldinu renna til samgönguframkvæmda um land allt, til nýsköpunar í atvinnulífi og í önnur framfaramál. Veiðigjaldið fjármagnar jafnvel mikilvæga hækkun barnabóta.

Margir hafa velt fyrir sér hvort ný ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks myndi leggja nýja veiðgjaldið af. Ritstjóri Morgunblaðsins, fréttabréfs LÍÚ, heimtar aflagningu þess – strax í sumar!

Það er ánægjulegt að forystumenn nýju ríkisstjórnarinnar ætla ekki að fara að tilmælum ritstjórans og leggja gjaldið niður, heldur breyta því.

Eftirfarandi kom fram í viðtali RÚV við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í morgun:

„Það er samstaða um að gera breytingar á veiðigjaldinu, enda er það mjög skaðlegt eins og það hefur verið reiknað af litlum og meðalstórum fyrirtækjum,“ svaraði Sigmundur Davíð, aðspurður um hvort veiðigjald yrði fellt niður. Hann sagði að því verði breytt þannig að það taki meira mið af hagnaði fyrirtækja en nú sé, svo það ýti ekki undir samþjöppun í greininni.

Þetta er ágæt niðurstaða. Það voru gallar á útfærslu gjaldsins. Gallarnir verða lagaðir.

En þjóðin mun áfram njóta tekna af veiðigjaldinu til góðra framfaramála.

Það er skynsamleg niðurstaða, enda fjármál ríkisins viðkvæm.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar