Miðvikudagur 29.05.2013 - 10:26 - FB ummæli ()

Meðferð flóttafólks á Íslandi

Það hefur lengi undrað mig hvernig við Íslendingar meðhöndlum flóttafólk sem vill freista gæfunnar hér á landi, eftir að hafa búið við hörmungar og ofsóknir í heimalandi sínu.

Hér er alltaf mikil fyrirstaða gegn veitingu landvistarleyfa fyrir slíkt fólk. Kerfið er vel á verði og sendir þá gjarnan til baka, eftir að hafa haldið þeim í búðum mánuðum saman á meðan pappírar eru skoðaðir.

Þetta snýst yfirleitt um frekar fá einstaklinga og fjölkyldur, í mesta lagi fáa tugi á ári hverju.

Nú hefur ekki verið nein flóðbylgja flóttamanna til Íslands á undanförnum áratug. Það hefur hins vegar verið flóðbylgja annarra innflytjenda til landsins. Frá 2001 til 2013 fjölgaði innflytjendum til Íslands um nálægt 20 þúsund manns, úr rúmlega 10 þúsund í 29 þúsund. Flesti koma frá löndum ESB, enda hafa þeir rétt til að setjast hér að og leita sér vinnu.

Þetta voru um 1500 manns á ári að meðaltali sem þannig komu.

Hvers vegna er þá alltaf verið að hundelta þessa fáu sem hingað koma sem flóttamenn? Og senda grátandi til baka.

Í gær var verið að senda til Króatíu 27 flóttamenn og aðrir 23 eru í bið eftir afgreiðslu. Þeim fylgdi her lögreglumanna í aðkeyptri leiguflugvél. Mikil aðgerð. Eins og verið væri að flytja brott glæpamenn en ekki bara venjulegar barnafjölskyldur.

Þessi síðasta sending til Króatíu er vitlausari en nokkurt fyrra dæmið af þessum toga, þó af nógu sé að taka. Það er vegna þess að Króatía verður fullgilt aðildarríki ESB frá og með 1. júlí nk. og þá eiga flestir þeirra sem flogið var með utan í gær rétt á að koma hingað aftur til atvinnuleitar!

Um hvað snýst þessi meðferð á flóttamönnum eiginlega?

Flóttamenn eru einungis lítið brot af þeim fjölda innflytjenda sem hingað koma án hindrana á hverju ári. Oft fjölskyldufólk í leit að skjóli undan miklu ofbeldi, tilbúið að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði.

Auðvitað á að kanna bakgrunn og gæta fyllsta öryggis í sambandi við innflytjendur almennt. En eru áherslurnar ekki rangar þegar fámennir hópar flóttamanna eru sérstaklega meðhöndlaðir og beittir mikilli hörku, þegar til hliðar við þá flæðir stórfljót innflytjenda án sérstakrar fyrirstöðu?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar