Færslur fyrir maí, 2013

Laugardagur 18.05 2013 - 10:33

Bylting á hafnarsvæðinu

Tilkoma Hörpu og ýmsar aðrar breytingum á umhverfi gömlu hafnarinnar í Reykjavík eru afar vel heppnaðar. Raunar hefur orðið bylting á þessu svæði á síðustu árum. Endurnýjun á Grandagarði og við slippinn, fjölgun matstaða, hvalaskoðunin og mannlífið við Hörpu hafa heppnast vel, þó enn eigi margt eftir að bætast við þarna. Hafnarsvæðið er orðið einn […]

Miðvikudagur 15.05 2013 - 22:01

OECD um ójöfnuð – Ísland í sérstöðu

OECD samtökin voru að senda frá sér nýja greiningu á þróun ójafnaðar fyrir og eftir kreppu í aðildarríkjunum (meira hér). Þeir staðfesta margt sem ég og samstarfsmaður minn, Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur, höfum áður sýnt varðandi þróunina á Íslandi, fyrir og eftir hrun. Þeir birta líka athyglisverðar upplýsingar um hvernig kreppan lagðist misjafnlega á ólíka […]

Þriðjudagur 14.05 2013 - 09:44

Þjóðarsátt um lág laun næstu 3-4 árin?

Nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins var í fjölmiðlum í gær. Hann vill nýja þjóðarsátt í haust og segir að til að ná stöðugleika þurfi litlar kauphækkanir næstu 3-4 árin. Það taki tíma að undirbyggja kaupmáttinn. Í millitíðinni vill hann örva fyrirtækin til fjárfestinga með skattalækkunum, einföldun skattakerfisins og einföldun eftirlitskerfisins – og aðhaldi í ríkisfjármálum. Það […]

Sunnudagur 12.05 2013 - 23:16

Samráð gegn landsbyggðinni?

Samráðsvettvangur um aukna hagsæld skilaði áfangaskýrslu um daginn með tillögum, sumum mjög afgerandi. Í einstaka tilfelli eru þarna villandi staðreyndatilvísanir, t.d. um málefni öryrkja. Þarna eru þó margar góðar hugmyndir, aðrar hæpnar og einhverjar beinlínis hættulegar. Mér finnst þetta framtak sem sagt mjög virðingarvert – en takmarkað. Framtakið er framhald skýrslu McKinsey ráðgjafarfyrirtækisins, sem lagði […]

Föstudagur 10.05 2013 - 22:48

Verður Eurovision bönnuð á Íslandi?

Hvergi hefur hugmyndin um samvinnu Evrópuríkja risið hærra en í Eurovision söngvakeppninni. Það er einn stærsti sjónvarpsviðburður heims. Þar koma saman ólíkar Evrópuþjóðir og sýna getu sína á sviði popptónlistar – á sameiginlegu sviði Evrópu, fyrir framan augu og eyru hundruða milljóna Evrópubúa. Þátttakendur í keppninni eru “tákn sameiningar Evrópuþjóða um fjölbreytileika” (sem var kjörorð […]

Miðvikudagur 08.05 2013 - 21:05

Íslenska efnahagsundrið var engin bóla!

Það var margt ævintýralegt sem gerðist hér á Íslandi á frjálshyggjutímanum – svo ekki sé meira sagt. Landið var tekið yfir af fjárplógsmönnum, í krafti pólitískra valda og peninga. Frjálshyggjudindlar voru klappstýrur þeirra og seldu almenningi hugmyndina – með blekkingum og vúdú-brellum. Fyrir þeim fór Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hér má heyra vitring frjálshyggjunnar útskýra hvaðan fé kom […]

Miðvikudagur 08.05 2013 - 09:49

Út að hjóla

Það vorar. Sól í dag. Tímabært að taka út hjólið. Hér er einn í umferðinni – með allt á hreinu! Smellið á myndina fyrir stærri útgáfu.                     Síðasti pistill: Rökvillur HHG um hrunið

Mánudagur 06.05 2013 - 12:31

Rökvillur HHG um hrunið

Ég benti á það í síðustu grein minni að Hannes Hólmsteinn hefði í umfjöllun sinni horft framhjá algengustu skýringum fræðimanna á íslenska fjármálahruninu, þ.e. frjálshyggjuáhrifum, afreglun, lausatökum í eftirliti og aðhaldi (afskiptaleysisstefnu), vafasamri hegðun bankamanna og gríðarlegri skuldasöfnun. Því til viðbótar má benda á rökvillur sem eru í málflutningi Hannesar þegar hann hafnar algengum skýringum […]

Laugardagur 04.05 2013 - 21:25

Uppgjör Hannesar Hólmsteins við hrunið

Hannes Hólmsteinn Gissurarson flutti í gær fyrirlestur á ráðstefnu í háskólanum á Bifröst, sem hann kallar uppgjör sitt við hrunið. Fyrirlesturinn var sundurlaust samtíningur sem hafði það megin markmið að fría frjálshyggjuna og Davíð Oddsson af allri ábyrgð á hruninu. Þó maður skilji vel að frjálshyggjumenn vilji komast hjá því að svara til saka fyrir […]

Laugardagur 04.05 2013 - 12:46

Þorsteinn Pálsson gegn leið Framsóknar

Í grein sinni í Fréttablaðinu í dag finnur Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hugmyndum Framsóknar um skuldaleiðréttingu  heimila flest til foráttu. Hann segir eftirfarandi: „Ný ríkisstjórn verður að svara hvort eigi að setja í forgang: Kröfuna um aukið eigið fé bankanna til að verja almannahagsmuni eða óskirnar um að nota stöðuna til að endurgreiða verðbólgu […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar