Færslur fyrir júní, 2013

Sunnudagur 30.06 2013 - 10:33

Frelsisverðlaun – frá mykjudreifara til hippa

Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar voru veitt í gær. Það er alltaf hátíðleg stund þegar Kjartan stígur á stokk og kynnir niðurstöðu sína – fjálshyggjunni til dýrðar. Kjartan Gunnarsson er auðmaður sem barist hefur fyrir auknum frjálshyggjuáhrifum. Hann var einn stjórnenda Landsbankans fram í hrun og þar á undan framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Kjartan er einn spaugsamasti velgjörðarmaður frjálshyggjunnar […]

Laugardagur 29.06 2013 - 11:49

Veiðigjaldsmál Sjálfstæðisflokks

Í aðdraganda kosninganna var ljóst að það voru Sjálfstæðismenn sem einkum lögðu áherslu á að lækka veiðigjaldið. Framsókn og aðrir töluðu mest um að breyta gjaldinu og fínstilla virkni þess. Nú var að koma könnun sem sýnir mikla andstöðu við lækkunina hjá stuðningsmönnum allra flokka – nema Sjálfstæðisflokks. Um 70% almennta kjósenda vilja ekki lækka […]

Miðvikudagur 26.06 2013 - 13:16

Tímamót hjá lífeyrisþegum

Eygló Harðardóttir, ráðherra félags- og húsnæðismála, stendur við loforðin sem hún gaf lífeyrisþegum og hefur nú lagt fram frumvarp um afnám skerðinga lífeyris sem innleiddar voru 1. júlí 2009. Þetta er mikilvægur áfangi sem fylgt verður eftir með frekari umbótum í haust. Mikilvægasta skrefið nú er að tekjur frá lífeyrissjóðum skerða ekki lengur grunnlífeyri almannatrygginga. […]

Laugardagur 22.06 2013 - 15:22

Davíð talar um RÚV

Davíð Oddsson er ritstjóri Morgunblaðsins sem flestum er ljóst að gengur erinda eigenda sinna í þjóðmálaumræðunni, berst m.a. kröftuglega fyrir hag útvegsmanna. Mogginn er líka blað sem berst fyrir hagsmunum Sjálfstæðisflokksins, með kjafti og klóm. Mogginn er ekki hlutlaus fjölmiðill. Samt telur Davíð sig þess umkominn að leggja hrokafullt mat á vinnubrögð annarra fjölmiðla og […]

Föstudagur 21.06 2013 - 00:10

Hagnaður sjávarútvegs er á kostnað heimilanna

Í umræðum um veiðigjaldið í sjávarútvegi er stundum spurt um afkomu sjávarútvegs og getu hans til að greiða meira en áður fyrir afnot af auðlind þjóðarinnar. Flestir Íslendingar vita að þegar gengi krónunnar fellur þá batnar hagur sjávarútvegs um leið og kaupmáttur heimila minnkar. Við hrunið 2008 féll gengi krónunnar gríðarlega, eða um nálægt helming. […]

Fimmtudagur 20.06 2013 - 12:34

Gjaldtökuvæðing ferðaþjónustu – álitamál

Stjórnarflokkarnir hafa lagst gegn því að hækka virðisaukaskatt á gistinætur úr 7% í 14%. Sú hækkun var sögð geta skilað allt að 1,5 milljarði við fulla framkvæmd. Nú er í staðinn verið að ræða gjaldtöku á vinsælum ferðmannastöðum sem sagt er að gæti skilað 3 til 5 milljörðum. Það er sem sagt verið að tala […]

Miðvikudagur 19.06 2013 - 13:43

Stéttaskipting á Ísland

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra talaði á athyglisverðan hátt um stéttaskiptinguna á Íslandi, í ávarpi sínu á þjóðhátíðardaginn. Hann sagði meðal annars: “Ísland hefur ekki verið stéttskipt á sama hátt og mörg önnur lönd og það er einn af mörgum góðum kostum þess að byggja þetta land.“ Sannleiksgildi þessa er þó svolítið háð því hvað átt […]

Mánudagur 17.06 2013 - 11:59

Er arðvænlegt að fjárfesta í Sjálfstæðisflokki?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið helsti málsvari þess að afnema nýja veiðigjaldið. Það var boðað í Mogganum fyrir kosningar og einnig tilkynnt á meðan stjórnarmyndun stóð yfir að gjaldið yrði aflagt, strax á sumarþinginu sem nú situr. Ákafinn var mikill. Mogginn er auðvitað málsgagn LÍÚ og hefur hamrað á málinu lengi. Framsókn hefur verið höll undir sjávarútveginn […]

Laugardagur 15.06 2013 - 14:03

Vúdú-hagfræðin eykur vanda ríkissjóðs

Ég gagnrýndi málflutning Sjálfstæðismanna um skattamál fyrir kosningar. Sérstaklega varaði ég við þeim hugmyndum að hægt væri að lækka skatta mikið og vænta um leið aukinna skatttekna í ríkissjóð af lægri sköttum, eins og Sjálfstæðismenn höfðu eftir Hannesi Hólmsteini. Þessi hugmynd um að skattalækkanir borgi sig sjálfar, með hærri tekjum vegna aukinna umsvifa, er það […]

Föstudagur 14.06 2013 - 12:25

Mesta fífl í sögu íslenskra efnahagsmála?

Nú er búið að skýra frjálshyggjumanninn Alan Greenspan “Mesta fífl í sögu bandarískra efnahagsmála”. Greenspan var seðlabankastjóri Bandaríkjanna frá 1987 til 2006 og ber ábyrgð á afreglun og minnkandi eftirliti og aðhaldi gagnvart fjármálageiranum. Þetta gerði hann vegna ofurtrúar á sjálfstýringarmátt markaðarins. Nú sjá menn að Alan Greenspan var meiri hugmyndafræðingur en hagfræðingur. Róttæk frjálshyggja […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar