Föstudagur 14.06.2013 - 12:25 - FB ummæli ()

Mesta fífl í sögu íslenskra efnahagsmála?

Nú er búið að skýra frjálshyggjumanninn Alan Greenspan “Mesta fífl í sögu bandarískra efnahagsmála”.

Greenspan var seðlabankastjóri Bandaríkjanna frá 1987 til 2006 og ber ábyrgð á afreglun og minnkandi eftirliti og aðhaldi gagnvart fjármálageiranum. Þetta gerði hann vegna ofurtrúar á sjálfstýringarmátt markaðarins.

Nú sjá menn að Alan Greenspan var meiri hugmyndafræðingur en hagfræðingur. Róttæk frjálshyggja leiddi hann afvega og hann leiddi samfélagið út í djúpt skuldafen, brask og fjármálakreppu.

Því fylgdi verulega aukinn ójöfnuður, enda er frjálshyggjustefnan einkum í þágu auðmanna og braskara.

Greenspan er á lista tímaritsins Time yfir þá 25 einstaklinga sem bera mesta ábyrgð á fjármálakreppunni. Þar er líka Davíð Oddsson, fv. seðlabankastjóri og forsætisráðherra Íslands.

Davíð var auðvitað í sama hlutverki og Greenspan, sem hugmyndafræðingur frjálshyggju. Raunar gekk hlutverk Daviðs á Íslandi lengra en hlutverk Greenspans í Bandaríkjunum, því Davíð var bæði pólitískur leiðtogi og æðsti embættismaður fjármálakerfisins, sem hrundi til grunna á hans vakt.

Hér voru líka gerð mun stærri mistök en í Bandaríkjunum, enda bæði bólan og hrunið hér miklu stærra og afdrifaríkara fyrir land og þjóð.

Þeir félagar William Black og Egill Helgason gætu því með sömu rökum og gilda um Alan Greenspan útnefnt Davíð Oddsson sem “mesta fífl í sögu íslenskra efnahagsmála”.

Þeir ættu líka að setja helsta ráðgjafa og vin Davíðs á listann, frjálshyggjuskáldið og vúdú-hagfræðinginn Hannes Hólmstein.

Efnislegu rökin fyrir slíkri nafnbót þeirra félaga eru klárlega til staðar.

 

Síðasti pistill: Ísland er háð ESB

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar