Föstudagur 21.06.2013 - 00:10 - FB ummæli ()

Hagnaður sjávarútvegs er á kostnað heimilanna

Í umræðum um veiðigjaldið í sjávarútvegi er stundum spurt um afkomu sjávarútvegs og getu hans til að greiða meira en áður fyrir afnot af auðlind þjóðarinnar.

Flestir Íslendingar vita að þegar gengi krónunnar fellur þá batnar hagur sjávarútvegs um leið og kaupmáttur heimila minnkar.

Við hrunið 2008 féll gengi krónunnar gríðarlega, eða um nálægt helming. Það skapaði fiskveiðum og sjávarútvegi almennt gríðarlega arðvænleg skilyrði. Hreinn hagnaður varð mjög mikill, um eða yfir 20% af veltu.

Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, sem sýnir samband milli gengis íslensku krónunnar og hreins hagnaðar í sjávarútvegi (sem % af heildartekjum greinarinnar).

Slide1

Þarna má sjá að hagnaðurinn eftir hrun hefur verið meiri en nokkru sinni áður á tímabilinu frá 1993. Flest bendir til að afkoman hafi einnig verið mjög góð 2012 og verði svo áfram á þessu ári. Hagnaðurinn hefur á síðustu árum verið um tíu sinnum meiri en að meðaltali á árunum 1993 til 2000.

Tvö ár fyrir hrun standa út úr með mikinn hagnað (2001 og 2006), en á báðum þeim árum féll gengi krónunnar nokkuð (aflabrögð skipta þó líka máli fyrir afkomuna).

En hið fordæmalausa hrun krónunnar sem varð 2008 var mikill hvalreki fyrir sjávarútveginn (og líka fyrir áliðnaðinn og ferðaþjónustuna, þ.e. helstu útflutningsgreinarnar).

Hagnaður sjávarútvegs eftir hrun hefur sem sagt verið gríðarlega góður í sögulegu samhengi. En þau sömu skilyrði og sköpuðu sjávarútvegi ofurhagnað urðu heimilunum dýrkeypt, þ.e. gengisfallið. Gengisfallið rýrði kaupmátt heimilanna um nærri 20% að meðaltali og jók skuldabyrðina að auki.

Aukinn hagnaður sjávarútvegs eftir hrun varð sem sagt á kostnað heimilanna!

Þetta er rétt að rifja upp í samhengi við umræðuna um veiðigjöldin. Í reynd færir hið nýja veiðigjald einungis hluta þessa ofurhagnaðar í ríkissjóð til  sameiginlegra nota fyrir almenning.

Ríkisstjórnin  er á hálli braut þegar hún gerir lækkun veiðigjaldsins að forgangsmáli – en lætur heimilin bíða.

Forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ætti að beita sér fyrir endurskoðun á þeirri herfræði, áður en of mikið tjón hlýst af.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar