Þriðjudagur 23.07.2013 - 09:02 - FB ummæli ()

Ríkisbúskapur á Íslandi 2012 – samanburður

Nýlegar tölur Eurostat sýna að hallinn á ríkisbúskapnum á Íslandi var vel fyrir neðan meðallag á árinu 2012. Hann lækkar svo umtalsvert á yfirstandandi ári, skv. mati Hagstofunnar. Við erum að komast í hóp þeirra landa sem minnstan halla hafa.

Ísland hefur því náð langt frá árslokum 2008 er við vorum með langmesta hallann, eða um 13,5% af landsframleiðslu (á þriðja hundruð milljarða króna).

Þær þjóðir sem féllu í djúpa kreppu, líkt og við, eru flestar með verri stöðu en Ísland. Eystrasaltslöndin eru þó með minni halla en Ísland. Írar sem voru með svipað bóluhagkerfi og Íslendingar eru enn með 7,6% halla, á móti 3,4% hjá okkur. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan.

Halli ríkisbúskapar 2012 í Evrópu

Spánverjar og Grikkir eru með um og yfir 10% halla, Portúgalir, Bretar og Kýpverjar með 6,3-6,4% og vaxandi halla. Meira að segja hinir hagsýnu Hollendingar og Danir eru með meiri halla en Ísland. Í Bandaríkjunum var hallinn um 7% á árinu 2012.

Íslend hefur því náð góðum árangri. Tölurnar tala sínu máli.

Þegar við skoðum niðurstöðuna á fyrsta ársfjórðungi 2013 kemur í ljós að hallinn var þá um 1,9% hér og er hann því verulega minnkandi.

Það leiðir athygli að því að staða Íslands er á yfirstandandi ári með besta móti í samanburði við Evrópuríkin og Bandaríkin.

Það bendir til að ekki sé ástæða til að fara í alltof róttækan niðurskurð opinberra útgjalda núna, þó aðhald sé vissulega mikilvægt.

Hagvöxtur ætti að vera mikilvægasta markmið hagstjórnarinnar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar