Þriðjudagur 30.07.2013 - 10:54 - FB ummæli ()

Hvort þarf að kæla hagkerfið?

Fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson segir í viðtali við RÚV að “þörf sé á sameiginlegu átaki margra til að kæla hagkerfið”.

Fyrir þremur mánuðum var boðskapur Bjarna og félaga að hagkerfið væri botnfrosið undir hinni skelfilegu vinstri stjórn og hagvöxtur því ónógur. Þörf væri á hitun og örvun.

Staðan er í grundvallaratriðum sú sama í dag. Hagvöxtur er slappur, ekki sérstaklega vegna vinstri stjórnarinnar (enda hún farin frá) heldur vegan mikilla skulda fyrirtækja, heimila og ríkisins og lítillar fjárfestingar.

Einnig skapar lítill kaupmáttur almennings of litla eftirspurn sem heldur öllu í hægagangi.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra virðist því í mótsögn við þann Bjarna Benediktsson sem stýrði kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins og sem svo skrifaði undir stjórnarsáttmálann.

Ég held það sé meiri þörf á hitun og örvun hagkerfisins nú en kælingu.

Hófleg en örugg kaupmáttaraukning, með miklu verðbólguaðhaldi, á að vera hluti slíks átaks – sem og skuldaniðurfelling Framsóknar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar