Miðvikudagur 31.07.2013 - 15:26 - FB ummæli ()

Vaxandi öfgar í Sjálfstæðisflokki

Frjálshyggjumenn í Sjálfstæðisflokknum eru nú á dögum helstu öfgamennirnir í íslenskum stjórnmálum. Fyrir margt löngu mátti segja það um þá sem voru lengst til vinstri, sósíalista og kommúnista.

Þó aukin frjálshyggjuáhrif hafi getið af sér stærsta bóluhagkerfi sögunnar og í kjölfarið stærsta hrun sögunnar er engan bilbug að finna á hægri róttæklingum á Íslandi.

Nú eru þeir komnir til valda og herða róðurinn gegn ríkisvaldi og lýðræði og vilja nota kreppuna sem tækifæri til að skera niður velferðarríkið, markaðsvæða og einkavæða og lækka skatta hjá ríkasta fólkinu – eins og fyrir hrun.

Ríkisútvarpið er líka í fókus og nú vilja margir þeirra “selja” það einkavinum, svo hægt verði að nota það betur í þágu Sjálfstæðisflokksins, eins og Moggann.

Heilbrigðiskerfið virðist eiga að færa í átt einkavæðingar og niðurskurður velferðarríkisins er undirbúinn (sjá hér).

Ungir blaðamenn af Mogganum eru nú sendir á sumarskóla hjá öfgaveitum hægri manna í Bandaríkjunum (CATO Institute) og fleiri sagðir munu fylgja í kjölfarið.

Reynt er með þessu að normalísera hægri öfgana í bandarískum stjórnmálum inn í íslensk stjórnmál (sjá hér).

Framsóknarmenn verða að passa sig á því að láta ekki Sjálfstæðismenn draga sig ofan í þetta fen í stjórnarsamstarfinu. Það er mikilsvert að viðhalda norrænu samfélagsgerðinni hér á Íslandi áfram.

Norrænu velferðarríkin eru jú farsælustu samfélög jarðarinnar á flestum sviðum.

Bandaríkin, afspengi hægri frjálshyggjunnar, eru hins vegar í alvarlegri afturför – fyrir alla aðra en ríkustu auðmennina.

Framsókn hefur mikilvægu sögulegu hlutverki að gegna. Hún þarf að vera mótvægi gegn öfgafrjálshyggjunni í Sjálfstæðisflokknum og viðhalda og endurnýja norræna velferðarkerfið á Íslandi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar