Færslur fyrir júlí, 2013

Mánudagur 22.07 2013 - 15:58

Hættulegur niðurskurður – frábært myndband

Ég hef nokkrum sinnum varað við niðurskurði opinberra útgjalda í kreppu. Sérstaklega er ástæða til að vara við því, að frjálshyggjumenn á hægri vængnum vilja nota tækifærið í kreppunni til að skera niður velferðarríkið – og lækka í staðinn skatta á hátekjufólk og fyrirtæki. Of mikill niðurskurður á röngum tíma hefur magnað kreppuna í mörgum […]

Laugardagur 20.07 2013 - 06:45

Keith Richards – skuggalegur skratti!

Ég las fyrir skömmu ævisögu Keith Richards, gítarleikara Rolling Stones. Bókin heitir einfaldlega “Life”. Þetta er frábær bók sem kemur skemmtilega á óvart. Ég hef að vísu aldrei verið mikill aðdáandi Keiths og bara svona hóflegur aðdáandi Rolling Stones. Þeir voru þó stór hluti af umhverfinu sem maður ólst upp í og tilheyrðu auðvitað tíðarandanum […]

Fimmtudagur 18.07 2013 - 17:40

Niðurskurður dýpkar kreppuna

Alþjóðlega fjármálakreppan er nú á fimmta ári. Ástæðan fyrir því hve mörgum þjóðum gengur illa að endurheimta hagvöxtinn er röng stefna. Niðurskurðarstefnan (“austerity policies”) hefur illu heilli verið ráðandi. Þrátt fyrir að reynslan frá Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar sé skýr varðandi mikilvægi keynesíska úrræða (opinberar örvunaraðgerðir og skjaldborg um lágtekjuheimili) þá hafa […]

Miðvikudagur 17.07 2013 - 22:26

Einkavæðing – Beaty borgar ekki!

Eitt af því vitlausasta sem hægri menn gerðu á árunum fyrir hrun var að freista þess að einkavæða hluta af Orkuveitu Suðurnesja (HS Orku). Raunar voru þeir einnig komnir af stað með að einkavæða hluta af Orkuveitu Reykjavíkur í REI-málinu. Eftir að Íslendingar höfðu verið brautryðjendur í nýtingu jarðvarma til húshitunar í áratugi, með góðum […]

Þriðjudagur 16.07 2013 - 21:08

Læknir varar við einkavæðingu

Nú þegar heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins er farinn að reifa aukna einkavæðingu og aukin notendagjöld í heilbrigðisþjónustunni kemur fram viðvörum frá starfandi lækni, Vilhjálmi Ara Arasyni, sem bloggar hér á Eyjunni. Það er hárrétt hjá Vilhjálmi að vara við einkavæðingu, því það er sérstaklega óskynsamleg leið – raunar hættuleg fyrir gæði þjónustunnar og markmið um að bæta […]

Mánudagur 15.07 2013 - 22:27

Er Vigdís Hauksdóttir hægri róttæklingur?

Við sem berum umhyggju fyrir Framsóknarflokknum verðum stundum hugsi yfir ummælum þingkonunnar Vigdísar Hauksdóttur. Stundum talar hún eins og Hannes Hólmsteinn og stundum er eins og hún sé í samkeppni við unga Heimdellinga um fjandskap í garð opinberra starfsmanna og listafólks. Vigdís hljómar á köflum eins og hægri róttæklingur. Í dag var hún að dást […]

Sunnudagur 14.07 2013 - 21:42

Frá vúdú-brellum til niðurskurðar

Ég sagði það aftur og aftur fyrir kosningar, að vúdú-hagfræði Sjálfstæðismanna, sem þeir fengu að láni frá Hannesi Hólmsteini, væri blekkingarleikur einn. Hún væri brella til að réttlæta skattalækkanir til hátekjufólks og fyrirtækjaeigenda. Fólki var talin trú um að hægt væri að lækka skatta verulega og að þá myndu skatttekjur ríkisins aukast – en ekki […]

Sunnudagur 14.07 2013 - 11:56

Varúð – Ísland er ekki ódýrast!

Viðskiptablaðið birti um daginn frétt frá evrópsku hagstofunni og lagði áherslu í uppslætti sínum á að norrænt verðlag væri nú lægst á Íslandi. “Ísland er ódýrast Norðurlandanna”, sagði fyrirsögnin. Matvara er um fimmtungi dýrari á Íslandi en í ESB-löndum en þó er hún enn dýrari á hinum Norðurlöndunum. Þetta er þó mjög villandi uppsláttur hjá […]

Miðvikudagur 10.07 2013 - 20:00

Um hvað snérist bóluhagkerfið?

Bóluhagkerfi verður þegar ofþensla keyrir um þverbak. Of mikið fé verður í umferð, of miklar framkvæmdir, of mikil eignakaup, of mikil spákaupmennska eða brask – og mest með lánsfé. Mikil skuldsetning þjóðarbús er þannig oft lykileinkenni á bólutíma. Verulega aukin skuldsetning skapar aukna hættu á hruni eða fjármálakreppu (sjá hér). Stundum er talað um húsnæðisbólur. […]

Þriðjudagur 09.07 2013 - 11:24

Höfundar mikilla mistaka

Sjálfstæðisflokkurinn segir stoltur frá því á heimasíðu sinni að allir núlifandi fjármálaráðherrar flokksins hafi hist á fundi hjá Bjarna Benediktssyni í ráðuneytinu nýlega og veitt honum „góð ráð“. Auðvitað er elskulegt og sjálfsagt að hafa svona samkomu í þessum hópi. Hinu er þó ekki að leyna, að þarna komu saman höfundar mikilla mistaka, sem hafa […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar