Miðvikudagur 21.08.2013 - 23:18 - FB ummæli ()

Ofstækið á hægri væng stjórnmálanna

Ég hef áður bent á það að hægri menn eru villtustu róttæklingar nútímans. Ekki vinstri menn, eins og var á löngu liðnum áratugum.

Róttæklingarnir eru nú í Sjálfstæðisflokknum, sem áður var frekar hófstilltur íhaldsflokkur.

Fyrir hvað standa róttæklingarnir?

Þeir standa fyrir allt það sem setti Ísland á hausinn:

  • Oftrú á markaðshyggju frjálshyggjunnar
  • Afskiptaleysisstefnu og vúdú-hagfræði
  • Hatur á ríkisvaldi
  • Einkavæðingu (auðlinda, RÚV, heilbrigðisþjónustu, skóla o.fl.)
  • Auðmannadekur
  • Skattalækkanir fyrir yfirstéttina
  • Niðurrif velferðarríkis
  • Láglaunastefnu fyrir almenning

Með slíkri stefnu til framtíðar væri Ísland fært nær bandarísku þjóðfélagsgerðinni, sem myndi einkum hagnast ríkasta fólkinu – en væri verra fyrir nær alla aðra.

Frjálshyggjuróttæklingarnir vilja frekar sjá RÚV í eigu auðmanna (til dæmis stærstu útvegsmanna), sem gætu þá beitt því í þágu eigin hagsmuna og Sjálfstæðisflokksins (eins og Mogginn er nú rekinn).

Almenningi kemur ekkert við hvernig slíkur fjölmiðill í einkaeigu er né fyrir hverju hann beitir sér. Jafnvel þó hann beiti sér gegn lýðræði og með auðræði.

Það er ekki hægt að krefja slíkan fjölmiðil um hlutleysi og uppbyggilegt menningarstarf, eins og við ætlumst til af RÚV.

Hægri róttæklingarnir segja að þannig muni fjölmiðlunin í landinu batna!

Þeir eiga við að hún verði þá öll á vegum hlutdrægra hægri sinnaðra auðmanna!

 

Síðasti pistill: ESB málið – hagsmunum Íslands fórnað?

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar