Föstudagur 23.08.2013 - 17:25 - FB ummæli ()

Valhöll: Frá vúdú-hagfræði til niðurskurðar

Fyrir kosningar töluðu Sjálfstæðismenn fyrst og fremst um skattalækkanir og sögðu að þær myndu auka tekjur ríkissjóðs! Það var sagt með tilvísun til vúdú-hagfræði Laffers, sem Hannes Hólmsteinn kynnti fyrir flokksbræðrum sínum.

Ekkert var talað um niðurskurð í aðdraganda kosninganna í vor.

Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er kominn til valda í fjármálaráðuneytinu þá breytist tóninn heldur betur. Vúdú-hagfræðin er lögð til hliðar. Skattalækkanir til ríka fólksins, eins og vúdú-menn boða, auka ekki tekjur ríkissjóðs heldur minnkar þær.

Þetta er í senn staðfesting á því, að vúdú-hagfræðin var bara notuð til að blekkja kjósendur – og að markmiðið var alltaf að fara niðurskurðarleiðina í stórum stíl. Það var bara ekki til vinsælda fallið fyrir Sjálfstæðismenn að opinbera þau áform fyrir kosningar.

Ég sagði í rúmlega ársgömlum pistli að svona yrði þetta (sjá hér og hér). Það gengur nú eftir.

Bjarni Benediktsson hefur nú sótt einn róttækasta frjálshyggjumann landsins, Ragnar Árnaon prófessor í fiskihagfræði, og sett hann yfir ráðgjafahóp í ráðuneytinu um opinber fjármál. Allir hinir meðlimirnir eru líka frjálshyggjufólk! Það þætti sérstakt í grannríkjunum.

Nú skal skera.

Ragnar Árnason sagði á fundi hjá Samtökum atvinnulífsins í janúar 2010, að við Íslendingar hefðum ekki efni á að reka velferðarkerfi af svipuðum gæðum og er á hinum Norðurlöndunum.

“Velferðarkerfið er að drepa okkur”, sagði Ragnar Árnason og bætti við, “við verðum að skera það niður”.

Samt er velferðarkerfið hér minna en í Skandinavíu og hefur lengi verið!

En að skera niður á krepputímum dýpkar kreppuna, eins og Evrópa hefur nú loks lært. Uppgangstímar eru heppilegri fyrir mikinn niðurskurð opinberra útgjalda. Svo kennir hagfræði John Meynard Keynes og hagfræði Nóbelsverðlaunahafans Paul Krugmans, svo nokkrir séu nefndir.

Það er því mikilvægt að Framsóknarflokkurinn veiti viðnám og verji velferðarkerfið. Velferð heimilanna er jú mál Framsóknar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar