Sunnudagur 25.08.2013 - 22:03 - FB ummæli ()

Árangur Íslands í hagvexti og horfur til 2014

Menn hafa fárast talsvert yfir ónógum hagvexti á Íslandi og lélegum horfum fyrir árið í ár og það næsta. Margir fara mikinn og telja útlitið afar slæmt.

Slíkt tal eru miklar ýkjur. Árangur Íslands eftir 2010 (botni kreppunnar eftir hrun var náð á árinu 2010) er afar góður og horfur eru nú ágætar – miðað við aðrar þjóðir.

Hins vegar er heimurinn í kreppu og hagvöxtur í alþjóðahagkerfinu, a.m.k. á Vesturlöndum, afar lítill þessi árin, í sögulegu samhengi. Ísland líður fyrir það – eins og aðrar þjóðir.

Hér á eftir birti ég samanburðartölur um hagvöxt í vestrænum löndum fyrir árin 2011 og 2012 og horfur (spár) fyrir 2013 og 2014. Gögnin eru frá Eurostat. Árangur Íslands er alveg ágætur.

Ísland var með tíunda mesta hagvöxtinn af 37 löndum bæði 2011 og 2012. Árið 2011 voru Svíþjóð og Þýskaland einu hagsældarríkin sem höfðu meiri hagvöxt en Ísland. Hin átta ríkin sem voru með meiri hagvöxt voru mun fátækari lönd, eins og Tyrkland, Eistrasaltslöndin, Pólland, Montenegro og Slóvakía.

Árið 2012 voru Noregur, Bandaríkin og Japan einu hagsældarríkin sem höfðu meiri hagvöxt en Ísland. Hin sjö voru mun fátækari lönd, sem eiga almennt auðveldara með að ná meiri hagvexti á uppsveiflunni.

Horfurnar fyrir Ísland á þessu ári (2013) eru ágætar þó okkur þyki hagvaxtarspátölurnar ekki háar (1,8%). Gert er ráð fyrir að Ísland muni vera með áttunda mesta hagvöxtinn á þessu ári og fimmta mesta hagvöxtinn á næsta ári (2014). Það eru góðar horfur í slæmu árferði.

Árangurinn á uppsveiflunni er því allgóður og horfurnar með betra móti miðað við aðrar vestrænar þjóðir. Hér eru svo myndirnar með tölunum fyrir hvert og eitt þessara ára, frá 2011 til 2014.

Menn eiga ekki að tala árangur og horfur Íslands niður, eins og sumir hafa gert.

Hagvöxtur 2011

 

Hagvöxtur 2012

 

Hagvaxtarhorfur 2013

 

Hagvaxtarhorfur 2014

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar