Sunnudagur 25.08.2013 - 09:16 - FB ummæli ()

Rás 2 er mikilvæg fyrir menninguna

Eitt af því sem gjarnan kemur upp þegar hægri menn ráðast á RÚV er að selja megi Rás 2. Einkastöðvar séu alveg jafn færar um að sinna hlutverki hennar, segja þeir.

Þetta er eins rangt og nokkuð getur verið.

Hvers vegna?

Jú, Rás 2 hefur þá sérstöðu að sinna íslenskri dægurtónlist sérstaklega. Hún hefur verið mikilvægur bakhjarl hinnar sérstaklega gróskumiklu íslensku pop tónlistar. Hún hefur líka lagt sig eftir því að flytja tónleika, halda eigin tónleika og kynna hér á landi framsækna nýja tónlist.

Slíkt kynningarstarf á nýrri og framsækinni tónlist fær ekki alltaf mestu hlustun, heldur mikilvæga hlustun. Framlag Rásar 2 er mikilvægt fóður fyrir nýsköpunarfólk í tónlist.

Einkareknu útvarpsstöðvarnar sinna slíku í mun minna mæli eða ekki. Þær eru heldur ekki líklegar til að gera meira af því þó Rás 2 myndi hverfa af markaðinum. Ég hlusta mikið á einkastöðvarnar, en myndi seint segja að þær séu mikilvægar fyrir nýsköpun á Íslandi.

Hvers vegna?

Einkastöðvarnar eru reknar fyrir auglýsingatekjur eingöngu og eru háðar auglýsendum. Þær þurfa að leita sem flestra hlustenda fyrir alla þætti og spila þær því allar mismunandi útgáfur af vinsælustu lögunum hverju sinni (eða vinsæl ofspiluð lög frá fyrri tíð). Tyggjó-popp er þeirra ær og kýr. Annað gengur lítt á einkareknum útvarpsstöðvum, eins og hér tíðkast.

Þannig að þegar sterílu peningakarlarnir í Sjálfstæðisflokknum og aðrir fullyrða að leggja megi Rás 2 niður  eða selja, þá eru þeir að grafa undan hinum frjósama nýsköpunarjarðvegi sem fóstrar skapandi íslenska poptónlist. Þá tónlist sem hefur náð góðum árangri erlendis.

Rás 2 er nefnilega mikilvæg fyrir menninguna.

Þar með er hún líka mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna. Til dæmis dregur Airwaves hátíðin að sér fjölda erlendra ferðamanna og unga íslenska tónlistarfólkið sem vekur athygli erlendis fyrir frumlega sköpun sína vekur athygli og áhuga á Íslandi.

Þeir sem ráðast á Rás 2 horfa framhjá þessu.

DSC_2166 b2

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar