Þriðjudagur 27.08.2013 - 09:02 - FB ummæli ()

Sífellt fleiri neita sér um læknisþjónustu

Mikið hefur verið rætt um versnandi gæði heilbrigðisþjónustunnar á síðustu misserum.

Málsmetandi læknar hafa beinlínis sent út neyðarkall og varað við að þróunin geti farið að koma fram í verra heilsufari þjóðarinnar.

Hér eru nýjar tölur frá Hagstofu ESB (Eurostat) og Hagstofu Íslands um hve stór hluti þjóðarinnar hefur þurft að neita sér um læknisaðstoð, fyrir tímabilið 2004 til 2011.

Þeir sem þurftu að neita sér um læknisþjónustu á árinu 2011 voru nærri fjórum sinnum fleiri en á árinu 2006. Alls voru það um 3,8% þjóðarinnar sem neituðu sér um læknisþjónustu 2011.

Ástæðurnar sem viðkomandi gefa upp eru oftast að það sé of dýrt, en einnig að sækja þurfi þjónustuna um of langan veg eða að biðtími sé of langur.

Þurft að neita sér um læknisþjonustu

Í ESB-löndum batnaði aðgengið að læknisþjónustu hins vegar í aðdraganda kreppunnar. Þannig fækkaði þeim sem neituðu sér um læknisþjónustu í aðildarríkjunum að meðaltali úr 5% niður í 3,4% árið 2011.

Á árinu 2011 var Ísland í fyrsta sinn yfir meðaltali ESB-ríkja hvað þetta varðar (3,8% á móti 3,4%).

Viðbúið er að þessi vandi hafi aukist á árinu 2012.

Helsta ástæða vandans er langvarandi þröngur fjárhagur almennings.

Fólk með lágar tekjur neitar sér oftast um læknisþjónustu. Nærri 7% lágtekjufólks neituðu sér um læknisþjónustu árið 2011 á móti 3,8% þjóðarinnar.

Einnig er líklegt að fjölgun íslenskra lækna og hjúkrunarfólks sem stunda hlutastörf í Skandinavíu hafi lengt biðtíma og þar með skert aðgengi að heilbrigðisþjónustunni hér á landi.

Staða heilbrigðismálanna er augljóslega versnandi.

 

Síðasti pistill: Árangur Íslands í hagvexti og horfur til 2014

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar