Færslur fyrir ágúst, 2013

Sunnudagur 18.08 2013 - 13:26

ESB viðræður: Eru Íslendingar fífl?

Rök sem notuð hafa verið hér á Íslandi gegn ESB-aðild – og nú fyrir því að stöðva viðræðurnar – eru mörg hver einstaklega ómerkileg. En það er auðvelt að koma slíkum rökum áfram ef hægt er að tengja þau við þjóðerniskennd. Dæmi um þetta eru hinar síendurteknu rangfærslur um að ESB muni taka yfir náttúruauðlindir […]

Laugardagur 17.08 2013 - 11:56

AGS og gjaldeyrishöftin

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til gjaldeyrishöft eftir hrun til að aftra því að krónan félli meira en orðið var. Hvers vegna var það gert? Jú, það var til að aftra því að kjaraskerðing heimilanna og hækkun erlendra skulda (í krónutölu) yrði enn verri en þó varð. Ísland hafði þegar sett Evrópumet í kaupmáttarrýrnun krónunnar þegar höftin voru […]

Föstudagur 16.08 2013 - 12:47

Feilskot Davíðs Oddssonar

Það er leiðinlegt að sjá hversu lágt ritstjóri Morgunblaðsins leggst í heiftúðugum árásum sínum á fréttastofu RÚV. Herferð Davíðs Oddssonar gegn Ríkisútvarpinu virðist vera hluti að pólitísku plotti sem snýst um að leggja RÚV af eða koma því í meiri mæli undir pólitíska stjórn róttækra Sjálfstæðismanna. Fréttamenn RÚV eru án raka sagðir bæði vinstri sinnaðir […]

Fimmtudagur 15.08 2013 - 00:11

Brást kapítalisminn?

Hér að neðan má sjá nýlegt myndband frá Institute for New Economic Thinking í Bretlandi, með afar athyglisverðri umræðu um kapítalisma nútímans og fjármálakreppuna. Þekktur þáttastjórnandi á Al Jazeera ræðir við Adair Turner, fyrrverandi formann breska Fjármálaeftirlitsins (FSA) um kreppuna, orsakir hennar, afleiðingar og nauðsynleg viðbrögð. Fleiri málsmetandi aðilar taka þátt í umræðunni. Turner segir […]

Þriðjudagur 13.08 2013 - 09:53

Björn Bjarnason ber sig illa

Ég benti í gær á hinn mikla tvískinnung sem liðsmenn Davíðs Oddssonar á Evrópuvaktinni hafa gagnvart fé frá Evrópusambandinu annars vegar og frá herstöðinni sem Bandaríkjamenn héldu í Keflavík í meira en hálfa öld. Ég benti á að svokallaðir IPA styrkir til stjórnsýsluumbóta sem ESB veitir ríkjum sem sækja um aðild eru smápeningar samanborið við […]

Sunnudagur 11.08 2013 - 13:54

Hræsni og tvískinnungur á Evrópuvaktinni

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefur farið mikinn gegn Evrópusambandsaðild Íslands á Evrópuvaktinni, sem Hannes Hólmsteinn og vinir hans reka. Nú síðast fárast hann mikið yfir svokölluðum IPA styrkjum, sem ESB veitir umsóknarríkjum til stjórnsýsluumbóta samhliða umsóknarferli. Þetta hafa Styrmir og félagar hans í hirð Davíðs Oddssonar kallað “mútustyrki”. Styrmir segir að styrkirnir hafi verið […]

Laugardagur 10.08 2013 - 11:00

Samanburður á fjölda opinberra starfsmanna

Menn fara oft mikinn þegar rætt er um “ríkisbáknið” og opinbera starfsmenn. Þeir sem eru á hægri væng stjórnmálanna vilja margir fækka opinberum starfsmönnum stórlega. Aðrir kunna að meta opinbera starfsemi á sviði velferðar, heilbrigðismála og menntunar, auk öryggisgæslu og stjórnsýslu. Sumir virðast binda miklar vonir við að núverandi stjórnvöld muni skera mikið niður í […]

Fimmtudagur 08.08 2013 - 12:47

Koch bræður – svona móta auðmenn samfélagið

Bandarískir auðmenn hafa lengi verið áhrifamiklir í mótun bandaríska samfélagsins. Í seinni tíð hafa auðmenn orðið ríkari en áður og möguleikar þeirra til að hafa áhrif því enn meiri. Það er og nýtt að auðmenn, einkum í Bandaríkjunum, eru orðnir ákveðnari og ósvífnari en áður í að beita auði sínum til að hafa áhrif og […]

Mánudagur 05.08 2013 - 23:57

Kostnaður Íslands af hruninu – samanburður

Í nýlegri rannsókn á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er lagt mat á kostnaðinn af fjármálakreppunni frá 2007 til 2009. Ísland er borið saman við helstu kreppulöndin (sjá hér). Niðurstöðurnar eru að miklu leyti samhljóða niðurstöðum rannsókna Reinhart og Rogoff (2009) hvað varðar orsakir og einkenni fjármálakreppa eftir 1980, en höfundarnir grundvalla rannsókn sína á miklum gagnabanka um […]

Laugardagur 03.08 2013 - 21:55

Neyðarkall úr heilbrigðisgeira

Í góðærinu eftir aldamótin var skorið niður í heilbrigðiskerfinu. Svo kom hrunið og enn meira var skorið niður, raunar alveg inn að beini. Málsmetandi og leiðandi læknar, eins og prófessorarnir Einar Stefánsson og Sigurður Guðmundsson, senda nú út neyðarkall og vara við hættu á vítahring sem geti skaðað heilbrigðisþjónustuna varanlega. Sífellt fleiri læknar tala orðið tæpitungulaust […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar