Þriðjudagur 17.09.2013 - 08:57 - FB ummæli ()

Hagvöxtur – Ísland og Eystrasaltslönd

Það er fróðlegt að bera saman hagvaxtarþróun á Íslandi og í Eystrasaltslöndunum, fyrir og eftir hrun.

Fram að hruni var hagvöxtur almennt meiri í Eystrasaltslöndunum (Eistlandi, Lettlandi og Litháen) en á Íslandi.

Í kreppunni fóru þau hins vegar mun dýpra og örar niður en Ísland. Þau voru hins vegar fljótari upp á ný, eins og sjá má á myndinni hér að neðan (gögn frá Eurostat).

Hagvöxtur - Ísl og Eystrasalt

Eftir dýfu kreppunnar hafa Eystrasaltslöndin svo öll verið með meiri hagvöxt en Ísland.

Ein ástæða þess er sú, að þetta eu mun fátækari lönd en Ísland. Í slíkum fátækum löndum, sem á annað borð eru komin á hagvaxtarferil, er auðveldara að hafa meiri hagvöxt en í hagsælli ríkjum.

Það er auðveldara að bæta vel við litla landsframleiðslu en stóra. Þannig var það bæði fyrir og eftir dýfuna.

Hins vegar hefur Ísland náð mun betri árangri en Eystrasaltslöndin í að halda aftur af atvinnuleysi.

Það er mikilvægt.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar