Fimmtudagur 19.09.2013 - 10:48 - FB ummæli ()

Sjálfstæðismenn hafna leið Framsóknar

Það er sífellt að koma betur í ljós að Sjálfstæðismenn leika tveimur skjöldum í stærsta máli síðustu kosninga, skuldalækkun til heimilanna.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi bankamaður, er í herferð gegn leið Framsóknar og kallar hana óábyrga.

Aðrir hamast á því að hátekjuhópar muni fá mesta skuldalækkun samkvæmt leið Framsóknar, rétt eins og útilokað sé að sett verði hámark á upphæðina, sem myndi vega gegn slíkum áhrifum. Hádegismórar skrifa um það í Moggann í dag.

Skuldalækkunarleiðinni er fundið allt til foráttu.

Margir áhrifamiklir Sjálfstæðismenn sjá sem sagt mikla annmarka á því að skuldalækkunarloforð Framsóknar verði efnd.

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Frosti Ólafsson, skrifar grein í Fréttablaðinu í dag og hamrar járnið enn frekar – gegn hagsmunum heimilanna.

Þar færir hann furðuleg rök fyrir því að óheppilegt sé að tengja samninga við kröfuhafa föllnu bankanna við áform Framsóknar um viðamikla lækkun á skuldum heimilanna.

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur að vísu nauðsynlegt að erlendu kröfuhafarnir afskrifi hluta krónueigna sinna. En það er einungis mikilægt í hans huga til að hægt sé að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst. Hann hefur engan áhuga á skuldalækkun til heimila venjulegs fólks.

Viðskiptaráð hugsar sem sagt bara um hag atvinnurekenda og fjármagnseigenda og vill fullt frelsi þeirra til að flytja auð sinn úr landi sem fyrst. Viðskiptaráð vill hins vegar ekki setja heimilin í forgang og lækka skuldir þeirra.

Þarna er tvískinnungurinn hjá Sjálfstæðismönnum. Viðskiptaráð réð ferðinni á árunum fram að hruni þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn. Viðskiptaráð er einn helsti valdaaðilinn innan Sjálfstæðisflokksins.

Ástæða er til að hvetja Framsóknarmenn til að láta hvergi deigan síga í baráttunni fyrir hag heimilanna.

Óvinir skuldalækkunarinnar eru innan veggja stjórnarheimilisins.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar