Laugardagur 21.09.2013 - 22:57 - FB ummæli ()

Gnarrenburg!

Jón Gnarr og Besti flokkurinn gera það gott í Reykjavík. Mörg framfaramál virðast vera að ganga upp hjá þeim, borgarbúum til hagsbóta og yndisauka.

Nýtt framsækið aðalskipulag hefur verið samþykkt með stuðningi fulltrúa annarra flokka, meðal annars jákvæðra Sjálfstæðismanna (sem enn má finna í borginni!). Hafnarsvæðið er á álitlegri leið og nýjar hugmyndir um uppbyggingu kringum Ingólfstorg og á Landsímareit virðast spennandi.

Þekkingarþyrping í Vatnsmýri er komin í fluggír og um helgina var opnuð stórskemmtileg hjóla- og göngubrú yfir Elliðavog.

Margir Reykvíkingar kunna að meta starf meirihlutans í Reykjavík, ekki síst að hafa bjargað Orkuveitunni frá yfirvofandi gjaldþroti og haldið sjó gegnum kreppuna. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri Sjálfstæðismanna,  sagði fyrir síðustu kosningar að Orkuveitan væri í góðu standi! Orkuveitan rambaði þá á barmi risagjaldþrots.

Svo er Besti flokkurinn aftur orðinn stærsti flokkurinn í Reykjavík, samkvæmt nýrri könnun.

Á sama tíma er sundrung og úlfúð ríkjandi í Sjálfstæðisflokki, sem líður fyrir það að Davíð Oddsson og félagar hirða ekki um hag borgaranna, heldur leggja höfuðáherslu á niðurrif, íhaldssemi og andóf gegn nútímalegum framförum.

Davíð Oddsson fer reyndar offari í skrifum um borgarmál í Mogganum í dag og beinir spjótum sínum og styggu skapi ekki síður að eigin flokksmönnum en andstæðingum.

Loks finnst honum sæmandi að uppnefna eftirmann sinn á borgarstjórastóli, að hætti götustráka og eltihrella. Margir hafa hlegið að skrifum hans um helgina – en aðra setur hljóða.

Það er allt samkvæmt áætlun!

Það virðist því fátt geta komið í veg fyrir áframhaldandi valdasetu núverandi meirihluta í Reykjavík, undir forystu Jóns Gnarr og Dags B. Eggertssonar. Það er vel við hæfi því margt horfir nú til betri vegar í Reykjavík.

Kanski Reykjavík verði enn um sinn Gnarrenburg!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar