Fimmtudagur 26.09.2013 - 17:22 - FB ummæli ()

Hafa Íslendingar efni á tannlækningum?

Ég hef nýlega birt tölur um áhrif kostnaðar á aðgengi lágtekjufólks og miðtekjufólks að almennri læknisþjónustu (hér).

Nú er komið að tannlækningum.

Á myndinni hér að neðan má sjá hve stór hluti lágtekjufólks (tekjulægsta fimmtungs einstaklinga, 16 ára og eldri) neitaði sér um tannlækningar á árinu 2011, vegna kostnaðar. Gögnin eru frá Hagstofu ESB (Eurostat) og er það Hagstofa Íslands sem aflar þeirra hér á landi.

Lágtekjufólk og tannlækningar

Hér má sjá að Íslendingar voru með þriðju verstu stöðuna í Evrópu á árinu 2011. Um 19% lágtekjufólks neituðu sér um tannlæknisþjónustu vegna kostnaðar. Búlgarir voru með 20,5% og Lettar með langverstu stöðuna, eða 36%.

Næst fyrir neðan okkur voru Rúmenar, Ítalir, Portúgalir, Eistar og Kýpverjar. Allt mun fátækari þjóðir en Íslendingar.

Þarna sér merki kreppunnar og hinnar miklu skerðingar kaupmáttar sem hér varð með hruni krónunnar 2008 til 2009.

Þessi hópur töfaldaðist að stærð eftir hrun, fór úr um 9% í 19%.

Norðmenn og Svíar eru að vísu furðu ofarlega á listanum, en þó með innan við helming af því sem hér er.

Í Finnlandi, Bretlandi og Hollandi er nær óþekkt að lágtekjufólk neiti sér um tannlæknisþjónustu.

Ef miðtekjufólk er skoðað kemur í ljós að um 10% Íslendinga úr þeim hópi neituðu sér um tannlæknisþjónustu á árinu 2011 og erum við líka þar í þriðja versta sæti, með Lettlandi, Rúmeníu og Búlgaríu. Það er vondur félagsskapur á slíkum mælikvarða.

Fyrri ríkisstjórn hóf að auka niðurgreiðslur á tannlækniskostnaði barna umtalsvert og vonandi verður því fram haldið af núverandi stjórn.

En staðan fyrir fullorðna er afleit í þessum efnum.

Þarna gætir í senn lágs kaupmáttar og lítilla niðurgreiðslna á tannlækningum, sem eru einkareknar hér á landi. Verðlag þjónustunnar gæti einnig verið frekar hátt, miðað við kaupmátt almennings.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar