Föstudagur 27.09.2013 - 20:41 - FB ummæli ()

Landsspítalinn – skelfileg tíðindi!

Landsspítalinn hefur búið við viðvarandi niðurskurð frá árinu 2003. Eftir hrun var lögð áhersla á að auka tekjutilfærslur til heimilanna (vaxtabætur, atvinnuleysisbætur og lífeyrislágmarkið), til að milda áhrif hinnar gríðarlegu kjaraskerðingar sem hruninu fylgdi.

Í staðinn var skorið niður í velferðarþjónustu (heilsugeira og menntun) og framkvæmdum, því staða ríkisfjármála var afleit (14,5% halli var á ríkisbúskapnum í lok árs 2008 og byrjun 2009).

Frjálshyggjuhrunið var jú skelfilegt í alla staði og lagði gríðarlegan kostnað og kjaraskerðingu á þjóðina.

Skerðingar fjárveitinga til Landsspítalans eftir hrun bættust þannig við síversnandi stöðu sem varað hafði um langt árabil.

Nú er eins og þolmörkum sé náð – og raunar stefnum við fram af brúninni (sjá hér).

Þegar Björn Zoega forstjóri Landsspítalans segir af sér, með þeim orðum að hann ætli ekki að taka að sér að setja spítalann fram af bjargbrúninni, þá er varla hægt að hugsa sér að tjá megi alvarleika stöðunnar með meira afgerandi hætti.

Þetta eru skelfileg tíðindi!

Björn Zoega hefur staðið sig vel í erfiðum aðstæðum. Hann er væntanlega búinn að sjá  fjárlagafrumvarp næsta árs og í kjölfarið tekur hann þessa ákvörðun.

Ástandið er sem sagt válegt – það felur í sér ógn um vítahring samdráttar og hnignunar.

Aðstaðan á Landsspítalum er meira og meira ófullnægjandi og Ísland er ekki lengur samkeppnishæft til að halda í lækna og sérhæft starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar.

Við getum ekki einu sinni haldið í iðnaðarmenn, sem streyma í stríðum straumum til Noregs.

Vonandi eru svör þeirra sem um stjórnvölinn halda uppbyggileg. Samt óttast maður að svo sé ekki.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar