Laugardagur 28.09.2013 - 18:38 - FB ummæli ()

Morgunblaðið stýrir flokknum

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins til áratuga, segir eftirfarandi í nýlegum pistli á Evrópuvaktinni:

“Það stefnir í mikinn slag í borgarstjórnarkosningum í vor. Með ítrekuðum skrifum um borgarmál svo löngu fyrir þær kosningar er Morgunblaðið augljóslega að leggja grunn að málefnabaráttu minnihlutans í borgarstjórn fyrir þær kosningar (feitletrun mín). Svo á eftir að koma í ljós hvernig núverandi minnihluta sjálfstæðismanna gengur að vinna úr þeim grunni, sem þar er verið að leggja.”

Þetta er stórmerkileg yfirlýsing.

Styrmir staðfestir þarna áróðurshlutverk Morgunblaðsins í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Og ekki bara það, heldur benda ummæli hans til að Morgunblaðið hafi frumkvæði að stefnumótun flokksins.

Svo er spurning, segir hann, “hvernig núverandi minnihluta sjálfstæðismanna gengur að vinna úr þeim grunni, sem þar (í Mogganum) er verið að leggja”!

Það er sem sagt Morgunblaðið sem stýrir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins – hefur frumkvæði og tekur forystu.

Það var líka ritstjóri Morgunblaðsins sem mótaði núverandi Evrópustefnu Sjálfstæðisflokksins, sem byggð er á barnalegu hatri, bulli og ofstæki gagnvart öllu evrópsku.

Við vissum auðvitað að Morgunblaðið hefur alltaf stutt Sjálfstæðisflokkinn, en nú vitum við enn meira – sem sagt það að Mogginn leggur línurnar fyrir frambjóðendur flokksins.

Morgunblaðið skammar síðan borgarfulltrúa flokksins í Reykjavík eins og krakkaorma og hótar þeim öllu illu ef þeir ekki gera eins og fyrir þá er lagt! Sum þeirra bogna undan þrýstingnum og hverfa á braut!

Það er af sem áður var, er Morgunblaðið hafði þokkalega stöðu sem fréttamiðill.

 

Síðasti pistill: Landsspítalinn – skelfileg tíðindi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar