Færslur fyrir september, 2013

Sunnudagur 15.09 2013 - 10:24

Afkoma þeirra ríku í kreppunni – USA og Ísland

Paul Krugman birti um daginn grein í New York Times um það hvernig þeir ríku í Bandaríkjunum eru komnir út úr kreppunni á meðan almenningur situr enn í viðjum hennar. Hann vísar í upplýsingar sem eru á myndinni hér að neðan (frá Piketty og Saez 2013). Hér má sjá hvernig tekjuhæstu 10 prósent heimila í […]

Fimmtudagur 12.09 2013 - 21:58

Sjálfstæðismenn verja leynibrask á ný

Alls staðar á Vesturlöndum er litið svo á, að of mikið frelsi og of lítið eftirlit og aðhald með fjármálamörkuðum hafi átt stóran þátt í fjármálakreppunni – og ekki síst í hruninu hér á landi. Afskiptaleysisstefna eftirlitsstofnana og stjórnvalda var einn stærsti sökudólgurinn. Þetta hefur komið fram hjá helstu sérfræðingum í fjármálakreppum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, OECD og […]

Mánudagur 09.09 2013 - 22:37

Frjálshyggjan: Leiðin til skuldaánauðar

Ein frægasta bók frjálshyggjunnar er Leiðin til ánauðar, eftir Friðrik von Hayek. Hún var skrifuð á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hayek var efst í huga að auka hlutverk markaðarins og minnka ríkisafskipti. Boðskapur hans var að allt sem markaði tengist sé gott, en allt sem ríkið gerir slæmt. Hayek hafði horft upp á aukin ríkisafskipti á […]

Mánudagur 09.09 2013 - 09:29

Framtíðin séð fyrir

Hér er skemmtilegt myndband með framtíðarspá frá árinu 1967. Þetta er svolítið hallærislegt og skondið. Takið t.d. eftir kynjahlutverkunum! Þó er þarna spáð fyrir um þróun tölvutækni á heimilum sem hefur gengið eftir og ríflega það. Það er merkilegt í ljósi þess að þegar spáin var sett fram voru einkatölvurnar eða heimilistölvurnar ekki komnar til […]

Fimmtudagur 05.09 2013 - 20:58

Láglaunalandið Ísland: Förum nýja leið

Nýleg gögn frá Eurostat og Hagstofu Íslands sýna að kaupmáttur tímakaups á Íslandi var um 82% af meðaltali ESB-ríkja á árinu 2010. Samt er þjóðarframleiðsla á mann yfir meðaltali ESB-ríkja. Ísland er óeðlilega mikið láglaunaland, miðað við ríkidæmi þjóðarinnar. Íslendingar hafa löngum bætt sér upp hið lága kaup með því að vinna mikla yfirvinnu og […]

Miðvikudagur 04.09 2013 - 23:52

Hagvöxtur í þremur kreppulöndum

Það er þungt hljóð í mörgum á Íslandi en í raun hefur okkur miðað ágætlega út úr kreppunni til þessa. Að vísu er hagvöxtur almennt lítill á Vesturlöndum sem heldur öllum niðri. Myndin hér að neðan sýnir samanburð á hagvexti á Íslandi, Írlandi og Grikklandi, fyrir og í gegnum kreppuna, með spá til 2014. Hagvöxturinn […]

Þriðjudagur 03.09 2013 - 21:20

Einkaneyslan er of lítil

Við hrun krónunnar sem hófst í byrjun árs 2008 og náði hámarki með hruni bankanna rýrnaði kaupmáttur Íslendinga meira en nokkru sinni áður á síðustu 50 árum. Þetta var met í kjaraskerðingu heimila í Íslandssögunni og einnig mesta kjaraskerðingin sem varð í kreppunni í Evrópu frá 2008 til 2010. Það má vera að Grikkir og […]

Sunnudagur 01.09 2013 - 13:34

Opin eða lokuð samfélög – alþjóðlegur samanburður

Einn af mikilvægustu eiginleikum samfélaga er í hve miklum mæli þau gera þegnum sínum kleift að vinna sig upp og komast til bjargálna – ekki síst fyrir þá sem eru uppaldir í lægri stéttum samfélagsins. Opin samfélög gera þetta í miklum mæli, en lokuð samfélög eru með stéttaskiptingu sem leyfir slíkt í minni mæli. Opin […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar