Þriðjudagur 22.10.2013 - 12:31 - FB ummæli ()

Kjarasamningar – þetta er verkefnið

Aðilar vinnumarkaðarins birtu fyrir helgi nýja skýrslu um kjaraþróun og ýmsar forsendur sem þeir hyggjast líta til í komandi kjarasamingum.

Tvennt skiptir mestu máli fyrir komandi kjarasamninga, að mínu mati. Það er þetta:

  • Auka þarf kaupmátt almennings til að örva hagkerfið, í anda Keynesískrar hagstjórnar (sjá ný skrif Ólafs Margeirssonar hagfræðings um það).
  • Ná þarf upp kaumætti eftir hrun hans, svo Ísland verði betur samkeppnishæft fyrir launafólk.

Varðandi fyrri punktinn hef ég skrifað nokkra pistla (t.d. hér). En varðandi seinni punktinn þá er ágæt mynd úr ofangreindri skýrslu aðila vinnumarkaðarins sem sýnir verkefnið sem fyrir liggur.

Myndin er hér:

Screen shot 2013-10-21 at 12.53.54 PM

Græna línan sýnir hvernig kaupmátturinn hrundi hér 2008 og 2009 og út frá henni má ætla að við þurfum nú að komast upp fyrir þjóðirnar sem eru í neðri sætunum.

Það þýðir um 5-8% aukningu kaupmáttar, sem mætti koma á svona einu til tveimur árum, í markvissum skrefum á sex mánaða fresti – með miklu aðhaldi gegn verðbólgu.

Talsmenn atvinnurekenda segja að hækkanir kaups hér ættu að vera aðeins um eða undir 2% eins og á hinum Norðurlöndunum. Fyrst þarf hins vegar að ná upp drjúgum hluta af kjaraskerðingunni – og stöðugri gjaldmiðli.

Kaupmáttaraukning þarf að vera meiri hér en í grannríkjunum á næstu misserum. Annars festumst við á botni kreppunnar.

Kjarasamningar á Íslandi geta ekki orðið eins og á hinum Norðurlöndunum fyrr en búið er að jafna helstu skilyrðin að öðru leyti.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar