Miðvikudagur 23.10.2013 - 21:46 - FB ummæli ()

Forystu vantar – ekkert gerist

Allir eru sammála um alvarlega stöðu Landsspítalans.

Allir.

Kvöld eftir kvöld koma nýjar upplýsingar frá málsmetandi læknum um alvarlegt ástand tækja, ófullnægjandi húsakost og manneklu – og umfram allt afleitar horfur til framtíðar við óbreytt ástand.

Í kvöld var greint frá hjartalækningadeildinni (hér). Enn einn dapurlegi vitnisburðurinn.

Af hverju er ekki hlustað á læknana? Hvað þarf til?

Hvers vegna tekur enginn stjórnmálamaður forystuna og gerir eitthvað? Kemur með plan um veglega aukafjárveitingu og hvernig megi fjármagna hana.

Hvar er heilbrigðisráðherrann? Velferðarnefnd Alþingis? Forsætisráðherrann? Fjármálaráðherrann?

Af hverju gerir enginn það sem gera þarf?

 

Svo eru það skuldamál heimilanna!

Talsmenn ríkisstjórnarinnar ýmist tala skuldaleiðréttinguna niður (Sjálfstæðismenn), eða vara fólk nú við að framgangur málsins muni taka miklu lengri tíma en lofað var (Framsókn).

Hvoru tveggja er slæmt og grefur undan stjórninni.

En svo kemur formaður slitastjórnar Glitnis og segir “fullkomlega óskiljanlegt af hverju stjórnvöld séu ekki löngu byrjuð að ræða við þrotabú bankanna um lyktir þeirra”!

Halló! Á þetta stóra mál að gerast af sjálfu sér – án viðræðna við þá sem eiga að borga?

Í ofanálag kemur svo Bjarni Benediktsson og segir að stór skref verði stigin á næstu 6 mánuðum til að losa gjaldeyrishöftin!

Ætlar Bjarni að grafa undan samningsstöðu okkar gagnvart kröfuhöfum þrotabúanna með afléttingu gjaldeyrishaftanna – áður en búið er að leysa mál snjóhengjunnar og skuldaniðurfellingarinnar?

Hvernig? Hvar fæst gjaldeyririnn sem til þarf?

Getur Bjarni Benediktsson tryggt að gengið muni ekki hrynja með tilraunum til að losa gjaldeyrishöftin – með skelfilegum afleiðingum fyrir kaupmátt og skuldir heimilanna?

Nei, það getur hann augljóslega ekki.

Bjarni segir raunar ekkert hvað hann er að tala um. Þetta hljómar því eins og innantómt og ábyrgðarlaust tal hjá honum, nema hann fari beinlínis með fleipur. Enda trúir hinn vandaði formaður Samtaka iðnaðarins ekki orðið af því sem Bjarni sagði í dag (sjá hér).

Stór mál og erfið gerast ekki af sjálfu sér.

Forystu þarf. Annars gerist ekkert af viti…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar