Sunnudagur 03.11.2013 - 15:35 - FB ummæli ()

Tekjuskiptingin – bókarkynning í New York

Á mánudag verður kynningarráðstefna um nýja bók frá LIS-stofnuninni um tekjuskiptingu í nútímaríkjum. Bókin er gefin út af Stanford University Press.

Þar er fjallað um þróun í tekjuskiptingu hagsældarríkja á síðustu áratugum og stöðuna eins og hún er í dag. Sérstök áhersla er lögð á stöðu millistéttarinnar.

Ísland er með í þessari alþjóðlegu rannsókn. Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur og ég eigum kafla í bókinni, sem fjallar um þróun tekjuskiptingarinnar á Íslandi, í ljósi bóluhagkerfisins og hrunsins.

Þar kemur fram að ójöfnuður tekna á Íslandi jókst óvenju mikið á áratugnum fram að hruni. Eftir hrun urðu umskiptin til minni ójafnaðar einnig óvenju mikil. Sveiflurnar í báðar áttir voru því miklar.

Við sýnum hvernig fjármagnstekjur höfðu stórt hlutverk í þessari þróun, bæði fyrir og eftir hrun. Skatta- og bótastefna lék einnig mikilvægt hlutverk.

Það er ánægjulegt að bókin hefur fengið góðar viðtökur í hinu alþjóðlega fræðasamfélagi. Jason Beckfield, prófessor við Harvard háskóla, segir hana t.d. vera eina mikilvægustu bókina um tekjuskiptingu sem komið hefur út á síðustu tíu árum.

LIS New York kynning

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar