Miðvikudagur 20.11.2013 - 10:37 - FB ummæli ()

Hví er svo mikil andstaða við skuldalækkun?

Það er talsvert undrunarefni hversu mikil andstaða er gegn lækkun skulda heimilanna, bæði meðal stjórnarandstöðufólks og í Sjálfstæðisflokknum.

Fólk sem ætti að fagna öllum möguleikum á lækkun skulda heimilanna fer stundum offari í gagnrýni sinni á hugmynd Framsóknar.

Ég veit ekki hver útfærslan verður, né hvort hún gengur upp. En ef það tekst að fjármagna skuldaleiðréttinguna á þann máta sem Framsókn lagði upp með, þá verður það alveg frábært fyrir heimilin og þjóðarbúið.

Hvers vegna ekki að gefa því séns?

Lækkun um 200 milljarða er ekkert svo gríðarlega mikil, í samhengi þess sem gerst hefur. Skuldabyrði heimilanna lækkaði jafnvel meira en það á síðasta kjörtímabili – bæði vegna afskrifta og hækkunar vaxtabóta.

Skuldir fyrirtækja hafa verið afskrifaðar um margfalt meira. Margfalt! Pælið í því!

Auðvitað væri það slæmt fyrir pólitíska keppinauta Framsóknar ef áætlunin gengur upp á besta veg. Þá mun Framsókn njóta þess. En skiptir þó ekki meira máli að heimilin og þjóðarbúið njóta góðs af?

Breytingar á verðtryggingunni geta líka verið mikilvægt hagsmunamál fyrir heimilin. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því.

Ég held að menn ættu ekki að vera svona neikvæðir gagnvart mögulegum hagsbótum fyrir heimilin.

Manni finnst stundum eins og hér á landi sé engin trú eða sannfæring fyrir því að setja megi heimilin í forgang. Það sé endalaust hægt að ganga í skrokk á almenningi, bæði með lágum launum, óhóflegri vinnuþrælkun og skuldabyrði.

Hægri menn setji alltaf fyrirtæki og fjármálamenn í forgang – yfirstéttina.

En bæði miðju og vinstri menn ættu að setja heimili almennings í forgang.

Þeim hættir sumum til að gleyma því.

 

Síðasti pistill: Markvörðurinn bjargaði okkur

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar