Fimmtudagur 21.11.2013 - 17:07 - FB ummæli ()

Djarfur áróður SA gegn kauphækkun

Samtök atvinnulífsins og fleiri hafa barist gegn alvöru kauphækkunum til almennings á síðustu misserum.

Þau vilja festa Íslendinga í láglaunafari kreppunnar. Þetta hefur ítrekað komið fram og nú síðast í rándýru áróðursmyndbandi, sem fer fram með ævintýraleg ósannindi um kaupmáttarþróun á Íslandi á síðustu sjö árum.

Þar er t.d. sagt að 2% kauphækkun muni bæta kjör heimilanna en meiri kauphækkun muni engu skila, eða minna en engu! Í reynd er það svo að 2% kauphækkun þýðir kaupmáttarrýrnum, því Hagstofan spáir 3,6% verðbólgu næsta árið. Kaupmáttarrýrnum heimilanna bætir ekki kjör þeirra!

Þetta er gróft hjá SA.

En þeir bæta um betur í ósannindum.

Sagt er í myndbandinu að kaup hafi hækkað meira hér en í grannríkjunum á síðustu sjö árum, en kaupmáttur sé samt lægri en var í byrjun tímabilsins. Síðan er það útskýrt í myndbandinu svona:

“Ástæða er í raun og veru einföld. Of miklar launahækkanir hafa valdið verðbólgu sem hefur étið upp ávinninginn.”

Þetta er kolrangt! Ástæða þess að kaupmáttur er nú lægri en hann var árið 2006 er hrunið 2008 til 2009, þegar gengi krónunnar féll um nærri 50% og orsakaði verðbólgubylgju sem skerti kaupmáttinn (og jók skuldirnar).

Kaupmáttur hefur í reynd aukist mun minna en framleiðnin eftir hrun (sjá hér).

Það voru sem sagt ekki kauphækkanir sem ollu þessari verðbólgu – heldur gengisfellingin risastóra í hruninu.

Hvernig dettur mönnum í hug að slá fram slíkum ósannindum, eins og SA gera? ASÍ hefur þegar bent á að þetta er sögufölsun.

En ég myndi bæta við, að þetta er ótrúlega ósvífin sögufölsun.

Langt er nú seilst til að halda Íslendingum á láglaunastiginu!

 

Síðasti pistill: Leiguíbúðir:  Dögun í Reykjavík?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar