Fimmtudagur 21.11.2013 - 14:01 - FB ummæli ()

Leiguíbúðir: Dögun í Reykjavík?

Það er athyglisvert að lesa um nýja áætlun Reykjavíkurborgar um mikla fjölgun leiguíbúða á viðráðanlegu verði á næstu misserum (sjá hér).

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, fer fyrir verkefninu, sem sækir fyrirmyndir til hinna Norðurlandanna. Dagur hefur komið að hverju góðu verkefninu á fætur öðru á síðustu misserum.

Hann lætur verkin tala.

Hugmyndin felur í sér að Félagsbústaðir Reykjavíkurborgar ehf. byggi 400 til 800 íbúðir á næstu fimm til tíu árum. Borgin leggi til allt að 10 prósent af framkvæmdakostnaði í eiginfjárframlag, lóðir og gatnagerðargjöld. Það heldur kostnaði niðri.

Meðal nýjunga er að Félagsbústaðir færu í samstarf við önnur leigufélög, svo sem Búseta, leigufélög námsmanna og jafnvel verkalýðshreyfinguna. Félagsbústaðir yrðu því kjölfestan í nýrri tegund af leigufélagi. Í sama húsi yrðu því íbúðir leigðar út af ólíkum leigufélögum til ólíkra hópa.

Þarna yrði boðið upp á hagstætt leiguhúsnæði fyrir fólk, bæði í lægri og milli tekjuhópum.

Þetta er athyglisverð og tímabær hugmynd, sem tekur á þeim vanda sem hefur hlaðist upp á leigumarkaði undanfarið, með of litlu framboði og of háu verði leiguhúsnæðis.

Vonandi er þetta til marks um nýja dagrenningu á leigumarkaði í Reykjavík.

 

Síðasti pistill: Hví er svo mikil andstaða við skuldalækkun?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar