Föstudagur 22.11.2013 - 10:11 - FB ummæli ()

Dagur er risinn

Hún er athyglisverð nýjasta könnunin á fylgi flokka í Reykjavík (hér).

Björt framtíð, sem verður vettvangur þess sem eftir lifir af Besta flokknum, er með mest fylgi. Síðan koma Sjálfstæðisflokkur og Samfylking.

En þegar spurt er hvern fólk vilji helst fá sem næsta borgarstjóra er Dagur B. Eggertsson með yfirburði. Um þriðjungur kjósenda styður Dag. Sá sem næstur kemur er Ísfirðingurinn Halldór Halldórsson í Sjálfstæðisflokki, með aðeins um 12% atkvæða.

Dagur er að rísa í pólitíkinni.

Hann hefur verið lykilmaður í borgarstjórn Besta flokksins og Samfylkingar. Haft forystu um mörg bestu málin. Samt hefur Dagur haldið sig fjarri sviðsljósinu og lagt áherslu á verkin.

Það virðist sem uppskerutími Dags geti nú verið kominn. Fólk kann greinilega að meta að hann hefur unnið í kyrrþey og látið verkin tala.

Fylgi hans er mun meira en fylgi Samfylkingarinnar.

Það verður athyglisvert að fylgjast með framhaldinu í borginni.

 

Síðasti pistill: Djarfur áróður SA gegn kauphækkunum

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar