Sunnudagur 24.11.2013 - 23:06 - FB ummæli ()

Frá Eimreiðinni til öfgastefnu Ayn Rand

Íslenskir frjálshyggjumenn, sem lengi hafa lotið forystu Hannesar Hólmsteins og Eimreiðarhóps Sjálfstæðisflokksins, neita að draga nokkurn lærdóm af hruninu og hlut frjálshyggjunnar í aðdraganda þess.

Í staðinn brýna þeir sverð og auka róttækni boðskapar síns. Kjörorðið er væntanlega “sókn er besta vörnin”!

Auk þess að vera mikilvirkir í endurskrift sögunnar, þar sem bæði frjálshyggjan og Davíð Oddsson eru hreinsuð af sinni ábyrgð á bólunni og hruninu, þá hafa Eimreiðarmenn sótt á ný mið fyrir öfgaboðskap sinn.

Skáldsögur Ayn Rand eru nýja meðalið. Nokkrir frjálshyggjumenn endurreistu Almenna bókafélagið h.f. til að annast útgáfur þessara áróðursrita, ásamt öðru. Eigendur og stjórnendur Almenna bókafélagsins eru Hannes Hólmsteinn, Baldur Guðlaugsson, Kjartan Gunnarsson og Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í London.

Það hefur vakið furðu margra “venjulegra” Sjálfstæðismanna að frjálshyggjumenn skuli leggjast í útbreiðslu á ritum Ayn Rand, vegna þeirrar ofurmennadýrkunar og auðmannaþjónkunnar sem þar er að finna. Mörgum blöskrar líka trúleysið og harðneskjan sem Ayn Rand boðar.

Gamli Sjálfstæðisflokkurinn” hafði gjarnan kristilegt siðgæði, samúð og hófsama markaðshyggju í hávegum. Í hinum “nýja Sjálfstæðisflokki” Eimreiðarmanna og Hólmsteina er það óheft markaðshyggja, sjálfselska, græðgi og auðmannadekur sem ráða för.

Bókaútgáfu þessara frjálshyggjumanna ber að skoða í því ljósi, að þeir eru að reyna að færa Sjálfstæðisflokkinn sífellt lengra til hægri öfganna sem mestir tíðkast í Bandaríkjunum. Vúdú-hagfræði Laffers er hluti af þessari vegferð allri.

Spurning er hvort þessi útgáfustarfsemi umræddra frjálshyggjumanna njóti styrkja frá Cato Institute í Bandaríkjunum, eða frá öðrum slíkum áróðursveitum hægri róttæklinga?

Amerískar áróðursveitur eru sagðar dreifa ókeypis allt að 400 þúsund eintökum af bókum Ayn Rand þar í landi á ári hverju.

 

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar