Miðvikudagur 27.11.2013 - 12:12 - FB ummæli ()

Svona sigldu Ísland og Írland að hruni

Á morgun fjalla seðlabankamenn Íslands og Írlands um lærdóma af fjármálakreppu landanna. Það verður fróðlegt.

Þetta eru þau tvö vestrænu lönd sem sigldu sér inn í stærstu braskbólur sögunnar á árunum fram að kreppu. Þegar bólan sprakk varð fallið því stórt hjá báðum þjóðum.

Þetta kom fram í gríðarlegri skuldasöfnun beggja þjóðarbúa á bóluárunum. Erlendar skuldir jukust hraðar en í nokkru öðru landi í sögunni, að mati Carmen Reinhart og Kenneth Rogoff. Þessa þróun má sjá á myndinni hér að neðan.

Slide2

Bólan byrjaði fyrr á Írlandi en hún gekk örar fyrir sig á Íslandi. Í báðum löndunum fóru heildarskuldir þjóðarbúsins upp í svipaðar hæðir. En ef hraði í skuldasöfnun þýðir meiri áhætta, þá var framferðið glannalegra á Íslandi.

Bólan á Írlandi var að mestu leyti húsnæðisbóla, en hér á landi var þetta meira braskbóla fyrirtækjamanna, þó húsnæðisbóla væri einnig hluti heildarmyndarinnar (sjá hér).

Eins og ég sýndi í síðasta pistli, þá enduðu Írar með meiri skuldir hins opinbera en Ísland, einkum vegna þess að bönkunum þar var bjargað.

Stærsta lexían af hruninu í þessum báðum löndum er sú, að óheft frelsi á fjármálamarkaði sem leiðir til óhóflegrar skuldasöfnunar felur í sér gríðarlegar áhættur fyrir þjóðir.

Reglun og aðhald gagnvart fjármálamörkuðum og varkára peningastefnu þarf til að ekki fari illa.

 

Síðasti pistill: Hvaða ríki juku skuldir mest í kreppunni?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar