Fimmtudagur 28.11.2013 - 22:57 - FB ummæli ()

Skuldir ríkja – Ísland í sjötta sæti í Evrópu

Um daginn skrifaði ég um það hvernig Evrópuríkin juku skuldir hins opinbera í kreppunni. Írland átti metið, en Ísland var í öðru sæti.

Hér að neðan má sjá hver skuldastaða evrópskra ríkja var í lok árs 2012.

Skuldir ríkja 2012

Heildarskuldir hins opinbera sem % af landsframleiðslu, árið 2012 ((heildarskuldir ríkisins og sveitarfélaga – Heimild: Eurostat)

 

Ísland er í sjötta sæti, næst Belgíu, Frakklandi og Bretlandi.

Skuldugustu ríkin eru hins vegar Grikkland, Ítalía, Portúgal og Írland, sem öll eru með talsvert meiri skuldir en Ísland. Utan Evrópu eru Japan og Bandaríkin einnig með meiri skuldir en Ísland.

Miðað við það sem gerðist hér fyrir hrun og hrunið sjálft sleppur Ísland betur en búast mátti við, hvað skuldir ríkisins varðar.

Ef íslensku bönkunum hefði verið bjargað með lánsfé, líkt og þeim írsku, hefðu skuldir Íslands orðið mun meiri og erfiðleikarnir stærri.

Raunar sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, á ráðstefnu í Hörpu í morgun, að Ísland hefði orðið gjaldþrota ef það hefði verið gert.

Ég er því sammála Geir Haarde þegar hann segir að það hafi verið farsælt að bönkunum var ekki bjargað með enn meira lánsfé. Það var raunar ekki framkvæmanlegur valkostur að bjarga þeim, eins og Már Guðmundsson bendir á.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur hins vegar í nýlegum fyrirlestrum og bloggi harmað það, að ekki hafi fengist lánsfé frá Seðlabanka Bandaríkjanna til að bjarga íslensku bönkunum. Ef honum hefði orðið að ósk sinni væri staða Íslands mun verri en hún er í dag.

Raunar reyndi Seðlabanki Íslands undir forystu Davíðs Oddssonar að bjarga Glitni með yfirtöku – en það mistókst.

Erlendir seðlabankastjórar höfðu sem betur fer vit fyrir íslenskum seðlabankastjórum og neituðu þeim um frekari lán. Fyrir vikið er íslenska ríkið nú með minni skuldir en ella hefði orðið. Nóg varð það samt, ekki síst vegna gjaldþrots Seðlabanka Íslands.

Þrátt fyrir sambærilegar hremmingar Íra og Íslendinga fór Seðlabanki Írlands ekki á hausinn, eins og sá íslenski.

Það er ein af mörgum lexíum hrunsins.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar