Færslur fyrir nóvember, 2013

Þriðjudagur 19.11 2013 - 21:11

Markvörðurinn bjargaði okkur

Ég horfði á leikinn með öðru auganu. Var auðvitað að vona að okkar menn gætu komist áfram. En munur liðanna var of mikill, alveg frá byrjun. Fyrsta mark Króata var búið að liggja lengi í loftinu þegar það kom. Vörnin okkar megin var slakari nú en á Laugardalsvellinum. Íslenski markvörðurinn, Hannes Þór Halldórsson, var hins vegar […]

Mánudagur 18.11 2013 - 10:24

Kaupið mun hækka um 6% þann 1. janúar nk.

Ég hef verið talsmaður þess að nauðsynlegt sé að koma Íslandi upp úr láglaunafari kreppunnar. Hér hrapaði kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna um hátt í 30% á árunum 2008 og 2009, með hruni krónunnar, auknu atvinnuleysi og aukinni skuldabyrði. Það var Evrópumet í kjaraskerðingu. Við höfum bara náð hluta af kjaraskerðingunni til baka. Of litlum hluta. Þess […]

Sunnudagur 17.11 2013 - 10:19

Heimskautarefur stýrir hænsnabúi Valhallar

Fyrir þá sem hafa gaman að kaldhæðni eru úrslit í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík nokkurt skemmtiefni. Frambjóðandi frá Ísafirði, sem er næsti bær við Nuuk á Grænlandi, skrapp í bæinn og vann fyrsta sætið – með naumindum þó. Halldór Halldórsson var bæjarstjóri á Ísafirði og nýlega formaður Samtaka sveitarfélaga, eins og Gamli Góði Villi (sem þó reyndist […]

Laugardagur 16.11 2013 - 11:15

Óábyrg stjórnun íslenskra fyrirtækja

Ég hef áður bent á að það voru stjórnendur fyrirtækja sem ásamt bankamönnum drekktu Íslandi í skuldum á bóluárunum fyrir hrun, en ekki heimilin eða stjórnvöld (sjá hér). Hrunið varð vegna þess að skuldsetning þjóðarbúsins alls var orðin algerlega ósjálfbær og þoldi ekki breytingar í umhverfi alþjóðlega fjármálamarkaðarins, þ.e. að lánsféð hætti að streyma til […]

Föstudagur 15.11 2013 - 15:55

Sundrung Sjálfstæðismanna

Það er athyglisvert að fylgjast með prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Það virðist sem flokkurinn sé í miklum vanda. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er án sterkrar forystu. Enginn frambjóðenda ber af sem leiðtogi og skársta valið virðist vera að kjósa þann “næst besta” í mörgum skilningi, eins og ágætur Sjálfstæðismaður sagði við mig. Honum finnst enginn frambjóðenda […]

Fimmtudagur 14.11 2013 - 13:46

Einkaneysla almennings er enn of lítil

Nýjar tölur um kortaveltu undirstrika að kaupmáttur almennings er enn alltof lítill. Einkaneysla almennings á Íslandi eykst lítið sem ekkert, en kortavelta Íslendinga erlendis eykst hins vegar umtalsvert. Hvað þýðir það? Það er ekki vegna þess að almenningur flykkist til útlanda og eyði tekjum sínum þar. Það eru í meiri mæli efnaðir Íslendingar sem fara […]

Miðvikudagur 13.11 2013 - 15:55

Fjölgun leigjenda – eðlisbreyting húsnæðismála?

Fáar þjóðir hafa gengið í gegnum jafn miklar hremmingar í húsnæðismálum og Íslendingar gerðu í kjölfar hrunsins. Fyrir hrun hækkaði verð íbúðarhúsnæðis verulega umfram laun, einkum frá 2004, eftir að bankarnir komu inn á húsnæðislánamarkaðinn. Þó hærra hlutfall hærra kaupverðs væri lánað reyndist hækkunin mörgum heimilum erfið, jafnvel þó lánstíminn væri lengdur úr 25 árum […]

Þriðjudagur 12.11 2013 - 10:38

Mús er fædd…

Tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar litu dagsins ljós í gær. Því ber að fagna. Það á auðvitað að vera eilífðarverkefni að fara betur með opinbera fjármuni. Raunar er ástand í þeim efnum almennt ekki slæmt á Íslandi. Opinber rekstur er almennt hófsamur og hagkvæmur og lágur launakostnaður miðað við einkageira gerir hann yfirleitt ódýran. Við verjum t.d. […]

Mánudagur 11.11 2013 - 11:53

Þorsteinn Eggertsson aðlaður

Það var vel við hæfi hjá Félagi tónskálda og textahöfunda (FTT) að heiðra gleðigjafann Þorstein Eggertsson fyrir hið stórmerka framlag hans til textagerðar í íslenskum dægurlagaheimi (sjá hér). Steini Eggerts, eins og hann var jafnan kallaður í Keflavík, er óvenju snjall textasmiður og með afbrigðum afkastamikill. Hann hefur samið mörg hundruð texta sem hafa verið […]

Sunnudagur 10.11 2013 - 15:21

Gamli grömpí Moggakarl

Þeir eru að halda upp á hundrað ára afmæli Moggans um helgina. Að því tilefni keypti ég mér eintak af helgarblaðinu og vænti mikils. Bjóst við hátíðarútgáfu, bakkafullu blaði af gefandi efni. Þar er reyndar sitthvað sem má lesa til skemmtunar og fróðleiks. Sérstaklega um menningu og listir og um hinn nýja borgarstjóra New York […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar