Miðvikudagur 11.12.2013 - 21:05 - FB ummæli ()

Rothögg páfans virkar vel

Frans páfi er maður ársins að mati tímaritsins Time. Það er til marks um að nýi páfinn hefur vakið athygli og snert taugar margra á örskömmum tíma í embætti.

Eitt af því sem hefur vakið hvað mesta athygli er að páfinn tekur ákveðna afstöðu gegn frjálshyggjunni, sem hefur tröllriðið heiminum á undanförnum áratugum. Frjálshyggjunni fylgdu margir gallar og hún leiddi endanlega til fjármálakreppunnar, mestu kreppu hins vestræna heims síðan Kreppan mikla herjaði á fjórða áratugnum.

Páfinn hafnar helstu kenningum frjálshyggjunnar: einfeldningslegri oftrú á markaðshætti; efnahyggju og peningahyggju; brauðmylsnukenningunnni; auðmannadekri og sinnuleysi gagnvart fátækt og ójöfnuði.

Í staðinn boðar páfinn góðmennsku.

Páfinn hefur veitt frjálshyggjunni þungt högg!

Það skyldi þó ekki vera að tíðarandinn í heiminum sé að snúast gegn frjálshyggjuöfgunum?

Það væri gott fyrir hófsama skynsemihyggju, mannúð og miðjuvegi velferðarsamfélagsins.

Guð gefi frjálshyggjumönnum frí – langt frí!

 

Síðasti pistill: Lítið stutt við fjölskyldur á Íslandi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar