Sunnudagur 15.12.2013 - 12:06 - FB ummæli ()

Íslendingar stefna á nýtt met í lágkúru

Nú berast fregnir af því að stjórnmálamenn, bæði af hægri og vinstri væng, vilji knýja Evrópusambandið til að halda áfram að greiða hingað svokallaða IPA aðlögunarstyrki.

ESB tilkynnti nýlega að slíkum styrkveitingum til Íslands yrði hætt.

Ástæðan er sú, að íslensk stjórnvöld hafa stöðvað aðildarsamningaviðræður, leyst upp samninganefndina og jafnframt kynnt þá afstöðu sína að Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið. Raunar hafa stjórnvöld lýst megnri andstöðu við þessa IPA-aðlögunarstyrki. Jafnvel kennt þá við “mútur”.

Nú tilkynnir Sjálfstæðismaðurinn Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, að hann vilji þvinga ESB með lögfræðiárás og hártogunum til að halda áfram að greiða þessa styrki!

Prakkarinn Össur Skarphéðinsson tekur undir – til að þrýsta núverandi utanríkisráðherra út í ógöngur.

En ágætu stjórnmálamenn: eru engin takmörk fyrir því hversu lágkúrulegir við Íslendingar eigum að vera á alþjóðavettvangi?

Það er sjálfsagt að berjast fyrir því að staðið verði við gefið loforð um að almenningur fái að kjósa um hvort hann vilji klára aðildarviðræðurnar eða ekki.

En þetta tal um að betla með lögfræðihótunum styrki út úr Evrópusambandinu er fyrir neðan öll mörk siðferðis og heilinda. Og það á sama tíma og við skerum niður framlög til þróunaraðstoðar við fátækustu þjóðir heims.

Kanski er ástæða til að bjóða hæstvirtum þingmönnum upp á námskeið í hagnýtri siðfræði og mannasiðum?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar