Sunnudagur 29.12.2013 - 14:15 - FB ummæli ()

Græðgi láglaunafólks!

Í tíðaranda nýfrjálshyggjunnar er umhyggja fyrir ríku fólki alls ráðandi og brauðmylsnuhagfræðin helsta von milli og lægri stétta um kjarabætur, þ.e. að molar hrynji niður af háborðum yfirstéttarinnar.

Svo langt nær þessi hugsun að verkalýðsleiðtogar margir samþykkja hana og hafa flestir varla lengur trú á að hægt sé að bæta hag launafólks. Kalla það „lýðskrum“ þegar alvöru verkalýðsleiðtogar vilja hækka kaupið svo máli skipti.

ASÍ-menn kaupa í staðinn  áróður atvinnurekenda í einu og öllu og semja um lítið sem ekkert.

Í Bandaríkjunum hrifsar yfirstéttin til sín sífellt stærri hluta þjóðartekna og þá verður minna til skiptanna fyrir millistéttina og þá sem lægri eru. Þetta er að eyðileggja bandaríska samfélagið. Samt segja frjálshyggjuhagfræðingar þetta gott fyrir „hagvöxt og stöðugleika“.

Það er þó rangt. Hagvöxtur og stöðugleiki var víðast meiri þegar þjóðarkökunni var almennt jafnar skipt, eins og frá 1950 til 1975. Aukinn ójöfnuður eykur einungis óhóf og siðleysi yfirstéttarinnar – og hún kaupir sér svo enn meiri pólitisk völd, til að ná til sín enn meiri auði, koll af kolli.

Góða innsýn í starfshætti og líferni bandarískra fjáraflamanna má sjá í nýlegum kvikmyndum um auðmenn í Bandaríkjunum, nú síðast í frábærri mynd Martin Scorcese Wolf of Wall Street.

Svo segja menn að kröfuharka láglaunafólks sé helsta ógnin við atvinnulífið og stöðugleikann. Svipuð hugsun er uppi hér á landi.

Hér er grátbrosleg mynd af þessum þætti tíðarandans…

Græðgi láglaunafólks

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar