Fimmtudagur 23.01.2014 - 12:22 - FB ummæli ()

Forstjórarnir – 98% samþykktu draumasamning

Á meðan rúmur helmingur meðlima ASÍ félaga felldi kjarasamninginn þá var annað uppi hjá atvinnurekendum.

Um 98% þeirra samþykktu samninginn. Þetta var þeirra draumasamningur.

VR er fjölmennasta félagið sem samþykkti samninginn. Þar eru hins vegar um eða innan við 5% meðlima sem taka laun samkvæmt töxtum kjarasamninga. Langflestir þeirra eru yfirborgaðir, því taxtarnir eru svo lágir. Kjarasamningar skipta því litlu máli fyrir meðlimi VR. Einu gildir hvort þeir eru felldir eða samþykktir.

Ef við tökum tillit til þessa þá er höfnun samningsins meðal launþega í ASÍ meira afgerandi.

SA-menn segja að hækkanir samningsins hafi verið í efri kanti “þess sem er ásættanlegt”. Þeir vilja ekki greiða meira. Þeir verða þó væntanlega að leggja meira á borðið til að klára dæmið. Forsætisráðherra sagði jú í áramótaárvarpi sínu að lægri laun á Íslandi væru óásættanlega lág.

Raunar eru meðallaun líka óásættanlega lág hér og jafnvel sum hærri launin í opinbera geiranum.

Ísland er óeðlilega mikið láglaunaland, miðað við hagsældarstig þjóðarbúsins (sjá hér og hér og hér).

Þarna er verkefni sem kallar á alvöru kjarasamninga, en ekki gervisamning sem kallaður er “skandinavískur samningur” í blekkingarskyni.

Launþegahreyfingin ætti nú að móta stefnu til nokkurra ára um að gera launakjör á Íslandi meira samkeppnisfær við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum – og taka vinnutíma og framleiðni inn í dæmið.

Síðan má í framhaldinu semja um hóflegar kauphækkanir innan ramma hagvaxtarins (2-3% á ári) og með verðtryggingum.

Það væru alvöru “kaupmáttarsamningar”.

 

Síðustu pistlar:

Stórmerk bók Guðrúnar Johnsen um hrunið
Ríkustu 85 einstaklingarnir í heiminum
Hvað þarf til að kaupmáttur aukist á árinu?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar