Föstudagur 24.01.2014 - 12:46 - FB ummæli ()

Ónýtar tillögur – verðtrygging blífur

Tillögur “nefndar um afnám verðtryggingar” gera ekki ráð fyrir afnámi verðtryggingar, heldur þrengja þær notkun hennar lítillega.

Þetta eru að mestu gagnlausar tillögur og takmarka einungis val fólks. Þjóna litlum tilgangi.

Markmið þessa starfs átti að vera að létta áþján húsnæðisskuldara vegna verðtryggingarinnar. Um það voru kosningaloforðin.

Ekkert slíkt kemur út úr tillögum meirihluta nefndarinnar, heldur má búast við að vaxtabyrði húsnæðislána aukist vegna tillagnanna. Erfiðara verði líka fyrir lágtekjufólk að eignast húsnæði.

Vilhjálmur Birgisson er hins vegar sjálfum sér samkvæmur og skilar séráliti. Hann vill bæta hag skuldara og jafna betur áhættu og byrðar milli skuldara og lánveitanda. Það má t.d. gera með þaki á verðtryggingu eða vaxtaþaki á óverðtryggða vexti. Ekkert slíkt er í tillögum meirihlutans.

Það var því rétt hjá Vilhjálmi að hafna tillögunum.

Niðurstaðan verður líklega sú, að verðtrygging verður áfram við lýði. En val um óverðtryggð lán er líka í boði og var þegar komið til sögunnar. Nefndin breytir því engu til batnaðar.

Hvernig á að bregðast við fyrirséðu framhaldslífi verðtryggingar á stórum hluta skulda heimilanna?

Rökrétt er þá að kjarasamningar verði verðtryggðir.

Ef launþegahreyfingin hefur einhverja burði til að verja hagsmuni launafólks þá á hún að setja fullan kraft í stefnu um verðtryggingu þeirra hóflegu hækkana sem hún nú aðhyllist. Það er í lagi að stefna á skandinavíska kaupmáttaraukningu (ca. 2% á ári), ef þeir kjarasamningar eru verðtryggðir – annars ekki. Það gengur vel upp án verðbólguþrýstings í 2-3% hagvexti.

Það er fullkomlega óásættanlegt að hafa verðtryggðar skuldir heimila en óverðtryggð laun. Það ástand er ígildi þess að leggja allar byrðar og áhættu þjóðarbúsins á herðar launafólks – en hlífa fjármálaöflunum.

Er ekki orðið tímabært að launþegahreyfingin fari að bjóða launafólki alvöru lífskjaratryggingar með starfi sínu? Eða ætlar hún að láta duga að starfa sem fjárfestir í stjórnum lífeyrissjóða, þar sem atvinnurekendur ráða för í flestu?

 

Síðustu pistlar:

Forstjórarnir – 98% samþykktu draumasamning

Ríkustu 85 einstaklingarnir í heiminum

Stórmerk bók Guðrúnar Johnsen um hrunið

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar