Færslur fyrir janúar, 2014

Föstudagur 17.01 2014 - 00:30

Velferðarstefna í mjólkuriðnaði

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor er snjall og talnaglöggur maður. Hann er sífellt að grafa upp staðreyndir um undarlega viðskiptahætti, ekki síst í sjávarútvegi og landbúnaði. Hann hreyfir oft við gagnlegum umræðuefnum og lætur hvergi deigan síga þó sægreifar og bændahöfðingjar sæki að honum með vopnaskaki. Hann heldur sínu striki og lætur staðreyndirnar tala. Nú síðast upplýsti […]

Þriðjudagur 14.01 2014 - 19:46

Jón Steinar þrýstir á Hæstarétt

Það er athyglisverð umræðan um Al-Thani dóminn yfir nokkrum Kaupþingsmönnum. Ég hef enga sérstaka skoðun á þeim dómi. Ég tók þó eftir því að Sérstakur saksóknari hefur lengi verið með málið í rannsókn og dómur var felldur um fimm árum eftir að meintu afbrotin áttu sér stað. Í framhaldi tók Brynjar Níelsson til máls og […]

Mánudagur 13.01 2014 - 10:20

Borgarlíf

Þetta er impróvíseruð götumynd frá New York. Ekki meira um það að segja…   Smellið á myndina til að fá stærri og betri útgáfu – hún eflist mikið við það! Gallerí mitt með myndum frá New York er nú fullbúið og má sjá það í heild sinni hér: http://www.pbase.com/stefanolafsson/new_york

Laugardagur 11.01 2014 - 10:45

Rangfærslur um norræna kjarasamninga

Það stendur upp úr sumum hér á landi að kjarasamningarnir sem gerðir voru í skjóli jóla hafi byggt á “skandinavískri aðferðafræði”. Látið er í veðri vaka að þessi skandinavíska aðferðafræði felist í því að semja um minni kauphækkanir en nemur verðbólgustigi og verðbólguspá fyrir samningstímann. Svo er sagt að þannig megi ná “raunverulegri kjarabót”. Það […]

Föstudagur 10.01 2014 - 22:27

Launamisrétti í Apalandi

Hér er stórmerkilegt myndband af tilraun um réttlætisskynjun apa. Tveir apar voru þjálfaðir í að leysa verkefni, sem umbunað var fyrir, með agúrkubita. Síðan var breytt til og annar fékk betri verðlaun en hinn (vínber í stað agúrku). Öpum þykir meira til vínberja koma. Þá varð réttlætiskennd þess sem fékk agúrkuna misboðið. Sjáið viðbrögð hans […]

Fimmtudagur 09.01 2014 - 17:46

Verðtrygging launa er nú tímabær

Nú er lag til alvöru breytinga í kjarasamningum. Ef launþegahreyfingin og atvinnurekendur eru ákveðin í að semja um mjög litlar kauphækkanir, ekki bara í hinum nýja “aðfararsamningi” heldur einnig til langs tíma í framhaldinu, eins og sagt er, þá þarf annað verklag í samningum. Með svo lágum kauphækkunum, sem stefna einungis að 1-3% kaumáttaraukningu á […]

Fimmtudagur 09.01 2014 - 12:09

Launþegum sýndur fingurinn

Svona er staðan:  Hér var gerður kjarasamningur í skjóli jóla um 2,8% almenna kauphækkun og smá aukauppbót á lægstu laun. Verðbólgan var nærri 4% þegar sá samningur var gerður og verðbólguspá fyrir samningstímann (eitt ár) er um 3,6%. Leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar vonast til að kauphækkun sem er undir verðbólguspánni verði til að draga úr verðbólgu. Það […]

Miðvikudagur 08.01 2014 - 11:40

Ríkisstjórn Japans vill hækka kaupið

Japan lenti í fjármálakreppu fyrir rúmum 20 árum, í kjölfar mikillar fasteignabólu. Síðan þá hefur gætt stöðnunar og jafnvel verðhjöðnunar í japanska hagkerfinu. Stjórnvöld hafa gert margvíslegar tilraunir til að koma hagkerfinu aftur á skrið – en með litlum árangri. Tveir áratugir framþróunar eru tapaðir. Fyrir rúmu ári tók við nýr forsætisráðherra, Shinzo Abe, sem […]

Þriðjudagur 07.01 2014 - 23:12

Offituvandinn eykst í USA

Hlutfall íbúa Bandaríkjanna sem teljast með offituvanda hækkaði á síðasta ári (sjá hér). Varla var á það bætandi. Svipuð þróun er víða á Vesturlöndum. Þetta er lífsstílsvandi í ríkum samfélögum og tengist bæði þeim matvælum sem bjóðast á markaði (bragðgóðri óhollustu) og einnig að einhverju leyti óhófi okkar og of lítilli hreyfingu. Á Íslandi hefur […]

Mánudagur 06.01 2014 - 08:18

Sjálfstæðismenn ganga klofnir til kosninga

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vakti blendnar tilfinningar í röðum flokksmanna. Mannavalið þótti ekki gott og forystusætið var skipað manni frá Ísafirði – sem er hlynntur aðild að ESB í þokkabót! Það býður uppá klofning. Styrmir Gunnarsson, sem var aðgerðastjóri Sjálfstæðisflokksins í áratugi á ritstjórn Morgunblaðsins, hefur talað skýrt um þetta. Vildi hafa opinn fund í […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar