Miðvikudagur 26.02.2014 - 21:25 - FB ummæli ()

Bjarni afneitar ESB-sinnum í Sjálfstæðisflokki

“Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei sækja um aðild að Evrópusambandinu”, sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. Hátt og skýrt.

Þetta eru stórtíðindi.

Um 10-20% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir aðild að ESB og fleiri vilja klára aðildarviðræður og sjá hverju þær skila. Allt að þriðjungur stuðningsmanna flokksins er jákvæður gagnvart ESB eða vill kanna hvort sá valkostur gagnast Íslandi.

Umtalsverður hluti forystunnar í atvinnulífinu er í þeim hópi.

Loforðin um að framhald samningaviðræðna yrði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins tryggði Sjálftæðisflokknum áframhaldandi stuðning þessara aðila í kosningunum í fyrra.

Nú hafa þessir kjósendur flokksins ekki aðeins verið sviknir um þetta loforð, heldur er staðfest af formanninum að Sjálfstæðisflokkurinn muni aldrei sækja um aðild fyrir Ísland – sama hvernig allt fer.

Gamli Sjálfstæðisflokkurinn var hóflegri í afstöðu og gætti hagsmuna Íslands með sveigjanlegum hætti. Gerði sér far um að nýta tækifærin sem buðust.

Nú ræður ofstæki Hádegismóra og LÍÚ-greifanna – og einsýnu frjálshyggjugosanna.

Nýi Sjálfstæðisflokkurinn er annar en sá gamli!

Hvað hafa ESB-sinnaðir Sjálfstæðismenn nú að sækja til Sjálfstæðisflokksins? Þurfa þeir ekki að finna sér nýjan og sveigjanlegri vettvang?

 

Síðasti pistill: ESB – Sátt um hlé er skynsamleg

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar