Færslur fyrir mars, 2014

Mánudagur 31.03 2014 - 15:03

Útkall hjá Hólmsteini og náhirð auðmanna

Enn eru Sameinuðu þjóðirnar að senda frá sér skýrslur vísindamanna sem segja að jörðin sé að hitna úr hófi fram, með væntum skelfilegum afleiðingum fyrir mannkynið allt (sjá hér). Einn fremsti “sérfræðingur” Íslendinga í umhverfismálum og loftslagi jarðar, vúdú-hagfræðingurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur haldið hinu gagnstæða fram. Hannes hefur neitað því að um nokkra hitun […]

Mánudagur 31.03 2014 - 11:56

Gott framtak hjá Ögmundi

Undanfarið hefur gætt mikillar gagnrýni á fyrirhugaða gjaldtöku fyrir náttúruskoðun á helstu ferðamannastöðum landsins. Ef fram fer sem horfir mun ásýnd Íslands sem ferðamannalands, bæði fyrir heimamenn og erlenda gesti, gjörbreytast. Aðrar leiðir eru betri. Það var því afar gott framtak hjá Ögmundi Jónassyni og félögum að fara að Geysi og Kerinu í Grímsnesi um […]

Laugardagur 29.03 2014 - 18:22

Myndverk á sjó

Var að klára nýja seríu í myndagalleríi mínu á netinu. Þar eru myndir af speglunum á sjávarfleti, mest af bátum. Þetta er fátækleg tilraun ljósmyndara til að búa til málverk! Hér er tengill á nýju seríuna. Hér er tengill á galleríið. Svo eru hér tvær myndir úr seríunni:    

Fimmtudagur 27.03 2014 - 23:47

Léttvægt framlag Sjálfstæðisflokks

Framlag stjórnarflokkanna til skuldaúrræðanna er mjög misjafnt. Framlag Sjálfstæðisflokksins er mun veigaminna og beinist meira til þeirra tekjuhærri. Þegar litið er til baka má segja um skuldaúrræði vinstri stjórnarinnar að þau hafi einkum beinst að þeim sem verst voru staddir, þeim sem höfðu mesta þörf fyrir stuðning. Mörgum þótti það viðeigandi í aðstæðum þar sem […]

Miðvikudagur 26.03 2014 - 22:23

UKIP vinnur sigur í ESB umræðunni

Það var athyglisverð umræði á SKY stöðinni í kvöld, um ESB aðild Bretlands. Þar tókust á Nigel Farage formaður hins nýja Breska Sjálfstæðisflokks (UKIP) og Nick Clegg formaður Frjálslynda flokksins og vara-forsætisráðherra. UKIP hefur átt undir högg að sækja hjá hinum stjórnmálaflokkunum og hjá mörgum álitsgjöfum. Þeir þykja ófínir! Leiðtogar stærstu flokkanna, Cameron og Miliband, […]

Miðvikudagur 26.03 2014 - 09:56

Byr í seglum Dags

Ég er óflokksbundinn, styð góð mál og gott fólk óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum. Ég fagna því að Dagur B. Eggertsson skuli nú vera á góðri siglingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Flokkur Dags er nú með mest fylgi í borginni og um helmingur borgarbúa segir í könnunum að þau vilji helst fá Dag sem […]

Mánudagur 24.03 2014 - 10:52

Klassalaus ferðaþjónusta og herferð rukkaranna

Ef fram fer sem horfir með gjaldtöku við helstu ferðamannastaði landsins þá er í reynd verið að heimila einkavæðingu á skattheimtuvaldi, til landeigenda við þessa staði. Það er svolítið eins og var á miðöldum, þegar landeigendur gátu stöðvað ferðalanga um land sitt, t.d. við hlið og brýr, og rukkað þá eftir geðþótta. Þetta þótti hið […]

Laugardagur 22.03 2014 - 09:30

OECD segir: Brauðmylsnan brást í USA

Það fjarar enn undan nýfrjálshyggjunni. Páfinn í Róm hefur talað kröftuglega gegn henni og fordæmt hvernig hún leiðir til aukins ójafnaðar. Hið íhaldssama og hægri sinnaða tímarit Economist hefur sömuleiðis varað við auknum ójöfnuði og er byrjað að tala með jákvæðum hætti um velferðarríkið og jöfnunarpólitík norrænu þjóðanna. Sífellt fleiri átta sig á því að aukin […]

Fimmtudagur 20.03 2014 - 23:49

Húsnæðiskostnaður fátækra á Íslandi

Í tillögum ráðgjafarfyrirtækja um skipan húsnæðismála, sem birtar voru í gær, fer frekar lítið fyrir útfærslu hugmynda um félagslegt húsnæðiskerfi. Megin áhersla tillagnanna er á fyrirkomulag fjármögnunar húsnæðislána, með sveigjanleika á uppgreiðslumöguleikum, án þess að skapa vanda fyrir lánveitanda. Það er ágætt. Raunar hefur Íbúðalánasjóður sjálfur verið að vinna að upptöku slíks fyrirkomulags á fjármögnun […]

Miðvikudagur 19.03 2014 - 22:35

Er danskt húsnæðiskerfi gott fyrir okkur?

Ég er svolítið hugsi yfir því að ráðgjafarfyrirtækin KPMG og Analytica séu að leggja til að Ísland taki upp það sem þeir kalla “danska húsnæðiskerfið”. Lýsingin hljómaði reyndar nokkuð undarlega og félagslegi þátturinn í tillögunum virtist vera heldur lítilfjörlegur. Ég á eftir að skoða tillögurnar betur, en sumt sló mig undarlega í frásögn fréttamanna af þessu. […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar