Færslur fyrir mars, 2014

Mánudagur 17.03 2014 - 17:25

Ragnar Árnason meinar það sem hann segir

Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, skrifaði nýlega grein í tímarit hagfræðinema (Hjálmar), þar sem hann færir rök fyrir því, að opinberar heilbrigðistryggingar séu samfélaginu skaðlegar (sjá hér, bls. 22-23). Hvorki meira né minna! Ragnar hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er róttækur í skoðunum, fer gjarnan út á jaðrana. Hann var kommúnisti áður […]

Sunnudagur 16.03 2014 - 17:31

Peningavæðing náttúrunnar

Sjálfstæðismenn hefur lengi dreymt um að einkavinavæða og peningavæða sem flesta hluti á Íslandi. Leyfa efnuðum einkaaðilum að græða sem mest á landinu og miðunum. Náttúran og hálendið eru þar ekki undanskilin. Í leiðarvísinum sem leiddi til hrunsins, þ.e. bókinni “Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi”, sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson árið 2001 að […]

Laugardagur 15.03 2014 - 11:14

Barnaleg pólitík

Styrmir Gunnarsson hefur lengi barið Evrópu-lóminn á Evrópuvaktinni og gerir enn. Málflutningur þeirra vaktstjóra gegn Evrópuríkjunum er oft heiftarlegur, barnalegur og jafnvel forheimskandi. Styrmir og félagar hans í hirð Davíðs hafa ekki sætt sig við að Bandaríkjamenn snéru baki við okkur að loknu kalda stríðinu. Í kjölfar einangrunar Íslands í makríldeilunni telur Styrmir tímabært að […]

Föstudagur 14.03 2014 - 10:49

Dagsmenn í sókn í Reykjavík

Ný könnun á fylgi borgarstjórnarflokka í Reykjavík sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu, Björt framtíð tapar lítillega, en Samfylkingin og Píratar bæta við sig. Framsókn og smáflokkar fá engan fulltrúa skv. könnuninni. Um helmingur borgarbúa segir ítrekað í könnunum að þau vilji helst fá Dag B. Eggertsson sem næsta borgarstjóra. Það er eðlilegt, því Dagur hefur […]

Fimmtudagur 13.03 2014 - 11:21

Ísland úti að aka?

Í síðustu viku var kynntur eins konar sigur fyrir Ísland í makríldeilunni á fundi í Edinborg. Sagt var að samkomulag hefði tekist milli Íslands og ESB um niðurstöðu, en Norðmenn væru eins og snúið roð og skemmdu fyrir samkomulagi. Þetta hljómaði ágætlega. Nú er allt annað uppi. RÚV hefur í dag eftir norska sjávarútvegsráðherranum: “Ráðherrann […]

Miðvikudagur 12.03 2014 - 11:41

Hagnaður útvegsins – tap almennings

Útvegsmenn segja nú að gengið sé alltof hátt skráð og vilja gengisfellingu. Þá muni hagnaður þeirra aukast. Það er alveg rétt. Gengisfelling eykur hagnað útvegsins. Hún rýrir hins vegar kaupmátt almennings og hækkar skuldir heimilanna. Hagnaður útvegsins af gengisfellingu er tap almennings. Fall gengisins í hruninu var gríðarlegt og kjaraskerðing heimilanna sömuleiðis. Hagnaður sjávarútvegsins tók […]

Sunnudagur 09.03 2014 - 00:44

Nýfrjálshyggjan – hugmyndafræði hákarlanna

Sífellt fleirum er að verða ljóst að hinn aukni ójöfnuður í Bandaríkjunum og víðar, sem ágerst hefur eftir um 1980, tengist breyttri pólitík. Það sem mestu veldur eru aukin áhrif nýfrjálshyggjunnar. Í raun varð grundvallarbreyting á ríkjandi þjóðmálaviðhorfum á Vesturlöndum með útbreiðslu nýfrjálshyggjunnar upp úr 1980 (á ensku: neoliberalism). Margrét Thatcher og Ronald Reagan voru […]

Fimmtudagur 06.03 2014 - 21:43

Traust á þjóðþingum í Evrópu

Traust almennings á Alþingi og stjórnmálum hrundi með falli bankanna. Lægst fór traustið á Alþingi niður í um 10% (þ.e. þeir sem sögðust bera mikið traust til þingsins). Nýjasta Gallup könnun bendir til aukins trausts til Alþingis á þessu ári, það hækkaði úr um 15% í fyrra upp í 24%. Könnunin var gerð 12. til […]

Miðvikudagur 05.03 2014 - 11:23

Villandi tal um Svíþjóð

Þegar Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir Svíþjóð vera “frjálshyggjuparadís í samanburði við Ísland” þá dregur hann upp villandi mynd af báðum löndum. Ég bendi á þrjú grundvallaratriði málsins: Velferðarríkið í Svíþjóð er talsvert stærra og hlutverk ríkisins á því sviði er meira en á Íslandi. Skattar eru talsvert hærri í Svíþjóð en á Íslandi […]

Mánudagur 03.03 2014 - 23:19

Bjarni Ben: Lýðræði er óraunsæ krafa

Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það óraunsæja kröfu að Íslendingar greiði þjóðaratkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, þar sem „það sé ekki á dagskrá Alþingis“. Hvað á hann við? Hvers vegna er óraunsætt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um að klára eða stöðva aðildarviðræður án niðurstöðu, eins og þjóðinni var ítrekað lofað – og sem um 80% kjósenda […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar