Færslur fyrir apríl, 2014

Miðvikudagur 30.04 2014 - 00:07

Ójöfnuður – stærsta mál samtímans?

Áhugaverð málstofa í HÍ á föstudag EDDA – Öndvegissetur, í samstarfi við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, stendur fyrir opnu málþingi um þróun ójafnaðar í nútímanum, föstudaginn 2. maí, kl. 14-17 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Málþingið fer fram á ensku. Ójöfnuður hefur verið að aukast í vestrænum samfélögum frá um 1980 og er nú víða orðinn […]

Laugardagur 26.04 2014 - 14:31

Dvöl við Parísarháskóla

Í maí og júní verð ég gistiprófessor við Parísarháskóla. Nánar tiltekið verð ég í L’Ecole des Hautes Etudes en Sciences Sociales (EHESS). Þetta er hinn eiginlegi “háskóli félagsvísindanna” í Frakklandi, hluti af topp skólum Frakka (les Grand Écoles), þar sem allir helstu félagsvísindamenn þeirra hafa verið, frá einum tíma til annars (Bourdieu, Touraine, Braudel, Febvre, […]

Fimmtudagur 24.04 2014 - 18:23

Ólíkar afskriftir skulda heimila og fyrirtækja

Skuldaleiðréttingin hefur verið stærsta mál stjórnmálanna, bæði á fyrra kjörtímabili og núna. Það er því fróðlegt að skoða hversu mikið hefur verið afskrifað af skuldum heimila í samanburði við skuldaafskriftir sem eigendur  fyrirtækja hafa fengið. Nýlegar tölur frá Seðlabankanum benda til að skuldaafskriftir til fyrirtækja séu nú orðnar um níu sinnum meiri að vöxtum en […]

Sunnudagur 20.04 2014 - 13:53

Útrásin – myndir Sigurþórs Jakobssonar

Hrunið er einn stærsti viðburðurinn í lífi þjóðarinnar til þessa. Það á eftir að verða lengi til umfjöllunar, í þjóðmálaumræðu og á vettvangi fræða. En stórviðburðir þjóða rata líka inn í listina, stundum meira eftir því sem lengra frá líður. Myndlistarmaðurinn Sigurþór Jakobsson hefur gert athyglisverð myndverk um efnið. Myndmál Sigurþórs er skýrt og beinskeytt […]

Föstudagur 18.04 2014 - 20:27

Útvarpsstjóri slær í gegn

Magnús Geir Þórðarson kemur sterkur inn í embætti útvarpsstjóra á RÚV. Hann virðist hafa heilbrigð sjónarmið og mikinn metnað fyrir hönd Ríkisútvarpsins. Það hefur vakið athygli hversu rösklega hann gengur til verks og skiptir að mestu um framkvæmdastjórn miðilsins á einu bretti, yngir upp og fjölgar konum í æðstu embættum. Ekki síður hefur það vakið […]

Þriðjudagur 15.04 2014 - 12:42

Hólmsteinn fúskar um fátækt

Hannes Hólmsteinn Gissurarson endurprentaði nýlega nokkra helstu smellina úr ófrægingarherferð sinni gegn mér frá síðustu sjö árunum. Heldur er það nú hlægilegt – eða öllu heldur “Hólmsteinslegt”!. Einna efst á blaði er sú staðhæfing hans að ég hafi gert mistök í fjölmiðlaumræðu um fátækt á árinu 2003. Forsaga þess máls er sú, að ég gerði […]

Mánudagur 14.04 2014 - 15:00

Húsnæðiskostnaður – merk skýrsla Hagstofu

Í dag kom út ný skýrsla Hagstofu Íslands með upplýsingum um þróun húsnæðiskostnaðar í gegnum hrunið. Þetta er mjög athyglisverð skýrsla. Mótvægisaðgerðir stjórnvalda virðast hafa náð að halda aftur af aukningu húsnæðiskostnaðar eftir hrun, ekki síst með mikilli hækkun vaxtabóta. Raunar var byrði vegna húsnæðiskostnaðar þyngst á árunum 2004-6, en hlutfallslega minni eftir aðgerðirnar í […]

Sunnudagur 13.04 2014 - 09:26

Burt með ykkur, segir Björn Bjarnason

Enn harðna átökin í Sjálfstæðisflokknum. ESB-aðildarsinnar taka sífellt fleiri skref í átt að stofnun nýs hægri flokks um ESB-aðild, út úr Sjálfstæðisflokknum. Þeir munu að vísu líka taka talsvert af hægri armi Samfylkingarinnar með sér. Talað er um fundahöld eftir páska til að fullnusta flokksstofnunina. Björn Bjarnason hefur ítrekað sent ESB-sinnum tóninn á Evrópuvaktinni. Það […]

Föstudagur 11.04 2014 - 11:33

Sparisjóðirnir – græðgi og óreiða skýra fallið

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna er mikið plagg. Ég hef einungis skoðað niðurstöðukaflann og kynninguna, en af því og viðtölum við nefndarmenn má sjá að þau setja niðurstöður sínar fram af mikilli varkárni. Dómurinn er samt afgerandi. Hlutafélagavæðing sparisjóðanna er upphafið að vanda þeirra, segir í skýrslunni. Það skapaði eigendum og stjórnendum aukið frelsi […]

Miðvikudagur 09.04 2014 - 21:19

Samband lýðræðis og lífsgæða þjóða

Í nýjasta hefti fagtímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist grein um lífsgæði nútímaþjóða, sem ég skrifaði um rannsókn er ég gerði á lífsgæðum 29 nútímaþjóða. Rannsóknarverkefnið fólst í því að safna sem flestum mælingum á mikilvægum lífsgæðaþáttum þjóða og bera útkomur þjóðanna saman og leita skýringa á mismunandi árangri, bæði á heildarmati og einstökum þáttum lífsgæðanna. […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar abstraksjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar