Laugardagur 26.04.2014 - 14:31 - FB ummæli ()

Dvöl við Parísarháskóla

logo_ehess

Í maí og júní verð ég gistiprófessor við Parísarháskóla. Nánar tiltekið verð ég í L’Ecole des Hautes Etudes en Sciences Sociales (EHESS).

Þetta er hinn eiginlegi “háskóli félagsvísindanna” í Frakklandi, hluti af topp skólum Frakka (les Grand Écoles), þar sem allir helstu félagsvísindamenn þeirra hafa verið, frá einum tíma til annars (Bourdieu, Touraine, Braudel, Febvre, Levi-Strauss, Boudon, Aron, Piketty – svo örfáir séu nefndir).

Ég verð þar í boði prófessors Philippe Urfalino, sem er stjórnandi í CESPRA (Centre D’ Études Sociologiques et Politiques Raymond Aron) og Rannsóknarráðs Frakklands (CNRS). EHESS er einnig nátengdur SciencesPo, sem er helsta vígi stjórnmálafræðinnar í París.

Ég mun flytja þrjá fyrirlestra í tveimur námskeiðum og að auki einn opinberan fyrirlestur í fyrirlestraröð EHESS. Hér að neðan er auglýsing á opinberum fyrirlesti mínum í EHESS. Ég mun þar fjalla um leið Íslands út úr kreppunni.

Vikuna áður flytur hagfræðingurinn Thomas Piketty opinberan fyrirlestur í sömu fyrirlestraröð um bók sína Capital in the Twenty-First Century, sem hefur slegið í gegn í heiminum undanfarið.

Thomas Piketty er einn þeirra mörgu merku fræðimanna sem tengdir eru EHESS og verður gagnlegt að hitta hann í návígi.

Verk okkar Arnaldar Sölva Kristjánssonar hagfræðings um tekjuskiptingu á Íslandi byggja m.a. á aðferðum sem Piketty hefur þróað í samvinnu við Anthony B. Atkinson (sem er í mínum gamla skóla, Nuffield College við Oxford háskóla) og Emmanuel Saez við Berkley háskólann í Kaliforníu (sjá hér). Við Arnaldur Sölvi verðum væntanlega tilbúnir með bók um efnið í haust.

Þetta verður sannkölluð veisla fyrir félagsvísindamann frá Reykjavík.

 

Kynning á opinbera fyrirlestrinum mínum:

Fyrirlestur EHESS

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar