Færslur fyrir maí, 2014

Föstudagur 30.05 2014 - 10:37

Hverjum verður slátrað í Valhöll?

Sjálfstæðismenn eru með böggum hildar vegna slakrar stöðu flokksins í Reykjavík og víðar. Styrmir Gunnarsson hefur ítrekað kallað eftir uppgjöri í Valhöll. Fleiri hafa gert það, meðal annars Guðmundur Magnússon í Mogganum í dag. Hrun fylgisins í Reykjavík er eitt. Slakt fylgi á landsvísu er annað. Margir munu reyna að kenna forystumanni listans í Reykjavík […]

Fimmtudagur 29.05 2014 - 09:45

Kvótinn rústar landsbyggðinni

“Stórfelld hagræðing stendur fyrir dyrum í íslenskum sjávarútvegi. Skipum mun fækka, fiskvinnslum mun fækka…”. Þetta segir útgerðarstjóri Vísis hf. í Grindavík, sem nýlega tilkynnti um áform um flutning vinnslu fyrirtækisins frá Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi til Grindavíkur. Í viðtali við Björn Inga Hrafnsson á Eyjunni segir útgerðarstjórinn, Pétur Hafsteinn Pálsson, að þróunin í sjávarútvegi sé […]

Þriðjudagur 27.05 2014 - 10:07

Útbrunnir Sjálfstæðismenn

Upplausnin í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík er alger. Nú hafa þeir beinlínis gefist upp í kosningabaráttunni. Eru bara farnir og hættir… Styrmir Gunnarsson, skýrasti stjórnmálagreinandi flokksins til margra áratuga, spyr einungis hvort rætt verði á opnum fundi í Valhöll um væntanlega niðurlægingu flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Fátt er um svör. Davíð Oddsson, sem hefur sakað borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna […]

Sunnudagur 25.05 2014 - 23:12

Andstæðingar ESB í stórsókn

Kosningum til Evrópuþingsins, sem lauk í kvöld, er lýst sem pólitískum jarðskjálfta í fjölmiðlum í Evrópulöndum. Forsætisráðherra Frakka, Manuel Valls, notar sömu lýsinguna, eftir að Front National (Þjóðarfylking Le Pen) hefur fengið mest fylgi þar í landi. Andstæðingar eða gagnrýnendur Evrópusambandsins eru víðast í stórsókn, ekki síst í Frakklandi, Bretlandi, Danmörku og Grikklandi. Kannanir höfðu […]

Sunnudagur 25.05 2014 - 09:42

Nýsköpun – góð stefnubreyting

Ég gagnrýndi það þegar ríkisstjórnin lagði fram sitt fyrsta fjárlagafrumvarp að hún felldi niður áform fyrri ríkisstjórnar um fjárfestingaráætlun til þriggja ára. Þar voru mörg góð áform um aukið fé til nýsköpunar og rannsókna, með áherslu á þekkingarbúskap og græna hagkerfið. Áhersla var á aukinn fjölda nýrra smáfyrirtækja. Þetta var verkefni sem Dagur B. Eggertsson […]

Laugardagur 24.05 2014 - 00:19

Ójöfnuður – Thomas Piketty slær í gegn

Það er merkilegt að sjá þá miklu athygli sem bók franska hagfræðingsins Thomas Piketty, Capital in the 21st Century, vekur um allan heim. Bókin fjallar um ójöfnuð eigna og tekna í helstu ríkjum hins þróaða heims, síðustu tvær til þrjár aldirnar. Hún þykir marka tímamót og selst eins og heitar lummur, sem er vægast sagt […]

Fimmtudagur 22.05 2014 - 22:20

Davíð æfði Lögreglukórinn!

Davíð Oddsson segir í viðtali við Viðskiptablaðið að hann hafi ekki gert nein mistök í aðdraganda hrunsins og virðist telja sig lausan allrar ábyrgðar á því sem gerðist í íslenskum fjármálaheimi. Hann sver af sér hrunið. Ekki benda á mig, segir hann, rétt eins og í klassískum texta við lag Bubba Mortens. “Ég var að […]

Fimmtudagur 22.05 2014 - 07:28

Dagur rís

Ég hef stutt Dag B. Eggertsson til forystu í Reykjavíkurborg. Ástæðan er sú, að eftir að hafa fylgst með störfum Dags þá hef ég sannfærst um að hann vinnur vel, er góðgjarn og hæfur stjórnandi. Honum lætur vel að vinna með fólki og leita sátta og farsælla málamiðlana. Í því ljósi er sérstaklega ánægjulegt að […]

Miðvikudagur 21.05 2014 - 11:51

Vill Bjarni endurtaka mistökin?

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, tjáði áhuga sinn á einkavæðingu Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins í vikunni. Það vekur furðu þeirra sem muna hrikaleg mistök er tengjast einkavæðingu bankanna og Landssímans! Eru Sjálfstæðismenn kanski búnir að gleyma hruninu? Einkavæðing Landsvirkjunar, hvort sem er til lífeyrissjóða eða annarra, er raunar í mikilli mótsögn við margt af því sem […]

Miðvikudagur 14.05 2014 - 09:14

Meiri og betri skuldalækkun

Ég hef stutt hugmyndir um lækkun skulda heimilanna. Tel það mikilvæga kjarabót og jákvæða efnahagsaðgerð. Fyrir því má færa margvísleg rök. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, leggur áherslu á lækkun skulda heimila í kreppu til að örva hagkerfið til hagvaxtar og vinna betur bug á kreppunni. Þessi rök finnst mér mikilvægust. Við höfum einmitt mikla […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar