Miðvikudagur 21.05.2014 - 11:51 - FB ummæli ()

Vill Bjarni endurtaka mistökin?

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, tjáði áhuga sinn á einkavæðingu Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins í vikunni.

Það vekur furðu þeirra sem muna hrikaleg mistök er tengjast einkavæðingu bankanna og Landssímans! Eru Sjálfstæðismenn kanski búnir að gleyma hruninu?

Einkavæðing Landsvirkjunar, hvort sem er til lífeyrissjóða eða annarra, er raunar í mikilli mótsögn við margt af því sem Bjarni sagði sjálfur um Landsvirkjun í ávarpi sínu á ársfundinum.

Skoðið til dæmis þetta:

“Það eru forréttindi okkar Íslendinga að eiga og reka fyrirtæki eins og Landsvirkjun, sem nýtir gæði náttúrunnar  á umhverfisvænan hátt í þágu okkar allra.”

“Áhersla Landsvirkjunar nú, á að starfa í sátt við umhverfi og samfélag er til fyrirmyndar.”

“Ég minntist hér áðan á góðan árangur stjórnenda Landsvirkjunar og hið ábyrga markmið þeirra um að bæta skuldastöðu fyrirtækisins.”

En svo kemur þetta:

“Landsvirkjun býr að því að eiga ríkissjóð sem traustan bakhjarl. Það er samt sem áður svo að það er mikilvægt að Landsvirkjun standi til boða alþjóðlega samkeppnishæf kjör án ríkisábyrgðar – og að lokum hljótum við að stefna að því að afnema ríkisábyrgðina.
Hugsanlegt er að liður í að hraða því ferli væri að fá meðeigendur að félaginu.”

Bíðið við! Er það eitthvert sérstakt vandamál að Landsvirkjun njóti betri lánskjara vegna þess að hún er í eigu ríkisins? Má ekki nýta það í þágu almennings?

Hvað kallar á einka(vina)væðingu þegar Landsvirkjun er vel rekið og gott fyrirtæki sem vinnur “í þágu okkar allra”?

 

Varúð! Sjálfstæðismenn vilja einkavæða orkulindirnar

Allir vita að Sjálfstæðismenn voru komnir af stað með einka(vina)væðingu orkulindanna fyrir hrun. Ég nefni t.d. REI-málið og Hitaveitu Suðurnesja. Þar var lagt upp með að færa bröskurum ágóða orkulindanna á silfurfati. Eins og gert var með sjávarauðlindina.

Ekki var það “í þágu okkar allra”!

Bjarni er vel viljaður og geðþekkur maður, held ég. En mótsagnirnar í ofangreindu ávarpi hans minna á hina hættulegu frjálshyggju-kreddu sem hefur heltekið Sjálfstæðismenn. Þeir neita líka að læra nokkuð af fyrri mistökum sínum í einkavæðingu og fjármálastjórn landsins. Þeir vilja heldur ekkert læra af hruninu.

Viðhorfin í Valhöll eru því enn stórhættuleg fyrir þjóðarhag. Á meðan svo er þarf þjóðin að hafa á sér vara gagnvart áformum Sjálfstæðismanna um einkavæðingu orkulindanna og skyld áform.

Er misheppnuð útfærsla kvótakerfisins ekki líka góð áminning um það sama? Áhrifaríkt neyðarkall íbúa Djúpavogs ætti að hringja sömu viðvörunarbjöllunum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar