Færslur fyrir júní, 2014

Mánudagur 30.06 2014 - 11:25

Íhaldið – köld róttækni ræður för

Í fjölmiðlum er nú sagt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í samstarfi með hægri öfgaflokkum í Evrópu. Samtökin heita AECR og fengu þau nýlega til liðs við sig Sanna Finna og Danska þjóðarflokkinn á Evrópuþinginu. Þetta er að vísu ekki ný frétt. Pawel Bartoszek vakti athygli á þessu í Fréttablaðinu fyrir nokkru og varaði við. […]

Föstudagur 27.06 2014 - 14:32

Hólmsteinn dansar hrunið

Hannes Hólmsteinn kynnti í vikunni ritgerð eftir sig um orsakir hrunsins, sem birt er í riti frá áróðursveitu hægri manna í Ungverjalandi. Þetta er auðvitað ekki fræðirit, heldur pólitískt barátturit sem reynir að fegra hlut skjólstæðinga sinna í fjármálakreppunni. Það á svo sannarlega við um skrif Hannesar. Hannes hefur áður kynnt þessar hugmyndir sína um endurritunar sögunnar, í […]

Þriðjudagur 24.06 2014 - 12:28

Hagfræðin varð hugmyndafræði

Frægt var þegar Elísabet Englandsdrottning spurði stjórnendur hagfræðideildar London School of Economics hvers vegna sérfræðingar deildarinnar hefðu ekki séð fjármálakreppuna koma. Hvernig gátu þau mistök sem voru að hlaðast upp í aðdraganda kreppunnar farið framhjá þeim, með alla þessa hagfræðiþekkingu? Fátt varð um skýr svör. Staðreyndin er sú, að ríkjandi hagfræði hafði farið afvega um áratuga […]

Laugardagur 21.06 2014 - 11:10

Hamskiptin – hvernig pólitík breytti Íslandi

Ingi Freyr Vilhjálmsson, sagnfræðingur/heimspekingur og blaðamaður, sendi fyrir nokkru frá sér bókina Hamskiptin – Þegar allt varð falt á Íslandi. Þetta er bók um breytingar tíðarandans í samfélaginu í aðdraganda hrunsins. Bókin fjallar um það hvernig aukin frjálshyggjupólitík breytti hugarfari og þar með samfélaginu á Íslandi, sem svo greiddi leiðina að hruninu. Þetta er athyglisvert […]

Mánudagur 16.06 2014 - 15:49

Rokkstjarna hagfræðinnar með allt á hreinu

  Það var viðbúið að Frakkinn Thomas Piketty fengi á sig harða gagnrýni fyrir nýju bókina sína (Capital in the 21st Century). Ástæðan er sú, að niðurstöður hans rekast illa á hagsmuni þeirra ríkustu og valdamestu í samfélaginu og þær hafa vakið gríðarlega athygli og umræðu um allan heim. Raunar er sala bókarinnar svo mikil að […]

Föstudagur 13.06 2014 - 23:31

Ábyrgðin á hruninu

Það var klaufalegt, en ekki óvænt, þegar Benedikt Jóhannesson neitaði því að Sjálfstæðisflokkurinn bæri mesta ábyrgð á hruninu, í viðtali við DV um daginn. Benedikt er jú Sjálfstæðismaður að upplagi, þó hann sé í andófi við flokkinn sinn og vilji stofna út úr honum nýjan flokk sem verði jákvæðari gagnvart ESB-aðild Íslands. Hann vildi samt ekki hallmæla […]

Föstudagur 13.06 2014 - 13:48

Nýr meirihluti – allir út að slá!

Það er ágætt að vinstri menn hafi ná saman um nýjan meirihluta í Reykjavík og ætli að laga húsnæðismál, lýðræði og bæta hag barnafjölskyldna. Megi þeim ganga sem allra best með þau mikilvægu verkefni. En það er annað sem skiptir miklu máli og er raunar eitt stærsta umhverfismálið í borginni. Það er hirða almennra grassvæða […]

Fimmtudagur 12.06 2014 - 23:58

Vinstri stjórnir í 3 af 5 stærstu bæjum landsins

Menn hafa sumir gert mikið úr því að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í meirihluta nokkurra stórra bæjarfélaga (Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Hafnarfirði). Allt eru þetta þó gömul vígi flokksins, nema helst Hafnarfjörður. Í sumum slíkra bæja missti Sjálftæðisflokkur nokkurt fylgi og tapaði reyndar talsverðu á Seltjarnarnesi – gömlu stórvígi sínu. Sigur miðju og vinstri manna var hins […]

Mánudagur 09.06 2014 - 11:53

Kynlegar villur Hannesar Hólmsteins

Hannes Hólmsteinn fór mikinn á ráðstefnu um kynjamál um daginn. Sagði hann jafnréttisbaráttu kynjanna nú vera lokið með fullum sigri kvenna. Lífið væri körlum þungbærara en konum, launamunur kynjanna væri “tölfræðileg tálsýn” og jafnlaunabaráttan því barátta við vindmyllur. Auk þess mælti hann með lögleiðingu vændis og fullyrti að óheftur samkeppnismarkaður myndi skila meira jafnrétti kynja og […]

Fimmtudagur 05.06 2014 - 22:36

Á að auðvelda skattsvik í ferðaþjónustu?

Ferðaþjónustan hefur tvöfaldast að umfangi á tiltölulega stuttum tíma, án þess að skatttekjur af henni hafi aukist samsvarandi. Skatttekjur og útflutningstekjur á hvern ferðamann hafa dregist saman. Ástæðan hlýtur að vera aukin undanskot frá skatti. Nýleg skýrsla frá Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu staðfestir einmitt það, aukin skattsvik í ferðaþjónustunni […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar abstraksjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar